Tuesday, April 13, 2010

PANTAÐ BLOGG

Já, ég er blogg-crazy í kvöld. Þriðja bloggið mitt.

Hvað fannst mér um þetta námskeið.

Til að byrja með, eða svona áður en þetta byrjaði var ég sjúklega pirruð yfir því að vera í skólanum til 5 á miðvikudögum. En ég var fljót að sætta mig við það. Get ekki sagt að ég hafi haft einhverjar svaka væntingar til námskeiðisins, þ.e.a.s. ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta því ég skráði mig upphaflega í ítölsku sem var síðan ekki kennd og kvikmyndagerð var varaval hjá mér - sem ég man reyndar ekki eftir að hafa pælt mikið í.

EN

Mér er samt búið að finnast þetta æðislega gaman og ég er búin að kynnast fólki sem ég hefði eflaust ekki kynnst annars. Búin að fá að sjá myndir og heyra hvað leikstjórum þeirra fannst um þær og gerð þeirra og fór að pæla aðeins meira í hlutum eins og ferlinu að búa til mynd.
Því þetta er mega ferli.

Fannst áhugavert að læra um notkun myndavélarinnar og allskonar svona og maraþonmyndin lagðist heldur betur vel í mig.
Sérstaklega eftir að við áttuðum okkur á því að við höfðum lagt alveg mjög mikla vinnu í hana miðað við suma og fengum svo góða einkunn. Ég btw hélt að þú - Siggi - værir að hæðast að mér þegar þú sagðir að ég hefði sýnt stórleik.
Hló samt bara að því.

Kannski ég á framtíð fyrir mér í kvikmyndaiðnaðinum, hver veit!

Mér fannst æðislega gaman að búa til myndina og bara myndirnar yfir höfuð og oft fínt að eyða einum degi vikunnar í að sitja á ógeðslega ömurlegum stólum til að horfa á myndir.
Vona að þú reddir e-m púðum fyrir næsta ár eða færir þetta í kennslustofu.
Þetta var fáránlega vont fyrir bakið!

Ég hefði eiginlega viljað búa til fleiri myndir, jafnvel eitthvað svona föndur. Mjög stuttar playmo-kallamyndir eða eitthvað.
Og eins mikið skemmtilegt og mér fannst að gera heimildarmyndina okkar, og ég veit að við eyddum alveg fáránlega miklum tíma í hana, þá finnst mér heimildarmyndargerðin vera soldið dodgy því það getur farið svo rosalega mikill tími í hana og mikið vesen.

Frekar en að læra frekar bara um heimildarmyndir, horfa á einhverjar góðar, eins og við gerðum og gera fleiri myndir sem snúast út á sköpunargáfu.
Það er kannski bara ég.
Mig langar nefnilega svo fáránlega mikið að gera þessa fokking stuttmynd sem á að vera lokaverkefni en við erum bara í svo mikilli tímaþröng öll eitthvað.
Eiginlega ekkert hægt að gera.
Ég gæti svosem dundað mér við að búa til stopmotion playmokallamynd en ég nenni því eiginlega ekki þegar ég er að reyna að læra fyrir próf.

Einn af göllunum líka er, finnst mér, að við erum alveg fáránlega mörg á þessu námskeiði og það er ein myndavél og ein klippitölva (bjargaði okkur að Doddi á ofur-tölvu með forritinu) og það getur skapað vandamál þegar það þarf að púsla saman dögum og svona.

Væri alveg osom ef það væru margar myndavélar!!! - Ég læt mig dreyma!

En já
svo eitt með bloggin.
Mér finnst að það ættu að vera stig fyrir komment á blogg og að ég hefði átt að fá 10 stig fyrir að fá komment frá Sjón. Ég meina what up! Tvö komment frá celeb.

Annars þá finnst mér líka oft eins og að ef ég blogga eitt blogg um tvær myndir þá sé ég að fá færri stig en ef ég myndi hafa þetta í tveim bloggum. Kannski bara ég.

Má alveg taka þetta til athugunar.

Svo finnst mér að það ætti ekki að vera stúdentspróf í þessu fagi.
Frekar símat. Veit samt að þetta átti að vera þannig upphaflega, right?
En bara svona, mín skoðun. Erfitt að prófa í þessu!

Allavega.
Þetta er alveg búið að vera mjög finn áfangi, hata ekki bíómyndir, hata ekki blogg og hata ekki sköpunargleði.
Ýmislegt sem má laga en annars bara nokkuð gott, fínt að taka smá tilbreytingu frá sífelldum latínulestri og þessháttar leiðindum.

-Miriam

Inglorious Basterds

Þessi færsla verður væntanlega lengri en hin.
Og sú seinni þar sem ég vegsama kynþokka Daníel Bruhls. Hann er svo hot! Talar öll þessi tungumál og e-ð!

Anyway.
Byrjum á byrjuninni. Kaflaskipt, klassískur Quintin Tarantino. Var annars lítið að pæla í honum þar sem ég var að sjá þessa mynd í fyrsta sinn og búin að byggja upp þvílíkar væntingar.

Fannst byrjunin mjög flott og gamaldags, gaman að sjá nöfnin áður en myndin byrjaði, svona eins og í gamla daga. Gamalt er gott. Fann strax á mér hvernig fyrsta atriðið myndi enda þegar Hans Landa (Christoph Waltz sem stóð sig fááránlega vel. Ótrúlega flottur leikur!) mætti á franska sveitabýlið. Setti mjög tóninn fyrir mynd sem átti eftir að vera stórgóð.

Fannst í sannleika sagt leikararnir allir frábærir, meira segja Brad Pitt sem ég er yfirleitt ekki mikill aðdáandi af, sýnir stórglæsilegan leik. Kunni vel að meta þekkt andlit eins og Diane Kruger, Eli Roth og auðvitað Daniel Bruhl og hún Mélanie Laurent í hlutverki Shoshönnu var frábær. Myndin byggist í kringum Operation Kino sem snýst um að drepa alla helstu leiðtoga nasista þegar þeir eru á sama stað, við frumsýningu myndar sem persóna Daniel Bruhls lék í um afrek sjálfs síns. Aðdragandinn að Operation Kino snerist aðallega um plön Shoshönnu um að kveikja í kvikmyndahúsinu og plön bastarðanna að sprengja það í loft upp. Voru tvö atriði sem snerust aðallega um það, planið þeirra Shoshönnu og svarta aðstoðarmannsins að bæta við myndbút og kveikja svo í gömlum filmum.
  • Fannst myndin skemmtilega brotin upp með fræðslubútnum um filmur og hversu hratt þær fuðra upp. Gaman líka útaf við höfum verði að læra um þær.
  • Fannst líka ótrúlega flott það sem þau bættu við myndina. Þar sem hún talar niður til nasistanna og biður þá um að minnast andlits gyðingsins sem er að fara að drepa þau.
Og svo var það langa atriðið á kránni þar sem þeir áttu að hitta frk. Von Hammersmark til að fá upplýsingar frá henni en svo fór allt til fjandans vegna þess að einhver nasistagrey voru að halda upp á fæðingu barns eins þeirra og eru alltaf að skipta sér af.
Myndin er augljóslega þaulúthugsuð, ég fattaði engan veginn þetta með puttana fyrr en Von Hammersmark útskýrði hvernig þýski foringinn hefði fattað að Wilhelm Wicki var breskur en ekki þýskur.
Varð sjúklega pirruð á Hans Landa þegar hann fann skóna hennar Von Hammersmark og notaði þá svo til að tengja hana við staðinn. Ég varð reyndar mjög hissa í endann þegar hann biður um grið og vill fá að flytja til Bandaríkjanna. Það kom mér mjög á óvart, bjóst einhvern veginn ekki við því að hann myndi standa við sinn hluta samningsins og skjóta Aldo og Smithson þegar þeir voru handjárnaðir.
En svo voru það þeir sem sviku samninginn. Ekki að ég hafi orðið eitthvað sár útaf því.

Annars að aðalatriði myndarinnar. Daniel Bruhl. Djók. Operation Kino. Mjög erfitt að taka eitthvað mark á Aldo sem Ítala með þennan stífa suðurríkja hreim. Ótrúlega fyndið samt. Hinir tveir, Omar og Eli, voru alveg trúlegir, töluðu alveg ágætis ítölsku.
  • Þessi mynd var náttúrulega algjört æði fyrir manneskju sem vill að fólk tali sitt tungumál í bíómyndum. Fannst það frábært. Algjört tungumálarúnk í gangi, falleg franska, karlmannleg þýska; Málabrautar-Miriam fannst það osom.

Ég bjóst eiginlega við því að Operation Kino myndi fara úrskeiðis, enda gerði hún það á einhvern hátt - þar sem Shoshanna og Frederick Zoller drepa hvort annað, þá var ég eitthvað "bíddu, náði hún að setja myndina í gang, ó mæ god hvað gerist núna"
  • Ég sensaði annars ótrúlega mikla strauma á milli þeirra og vil meina að ef þetta stríð hefði ekki verið, foreldrar hennar ekki drepnir af nasistum, þá hefði ég viljað trúa því að þau hefðu bara verið happy couple. - Þó svo að hún virðist hafa verið eitthvað að dúlla sér með svarta gæjanum, Jacky.
Og svo auðvitað er Von Hammersmark drepin af Hans Landa og Aldo handsamaður af honum líka. Veit reyndar ekki alveg hvað Smithson var að gera þegar hann var handsamaður, náði því ekki. En hann var allavega þarna, eflaust búinn að vera að hjálpa til.
Svo náttúrulega fer allt eiginlega í gang í einu, myndin breytist í mynd Shoshönnu, allir fá sjokk, Jacky kveikir í filmunum, Omar og Eli byrja að skjóta Goebbles og Hitler til fjandans og líka allt fólkið og svo... svoooo springa sprengjurnar.
Þannig að þeir lifa ekki af heldur. Hefði nú alveg verið til í að seinni heimsstyrjöldin hefði bara endað svona.

Aðrir hlutir sem mér fannst góðir við myndina:
  • Hún var alvörugefin en samt fyndin. Ekki hægt að gera grínmynd um þetta efni nema hún sé alvörugefin líka. Kunni vel að meta.
  • Fötin og leikmyndin. Kunni mjög vel að meta.
  • Daniel Bruhl að tala frönsku. Kunni vel að meta.
  • Leikararnir trúlegir og meira segja Martin Wuttke soldið líkur Hitler. Reyndar á frekar kómískan hátt.
  • Pælingin með að merkja nasista með hakakrossöri sem þeir geta aldrei tekið af sér.
  • Persónusköpunin: The Bear Jew og aðrir eftirminnilegir karakterar sem mér fannst mjög gaman að.

Fannst reyndar leitt að allir bastarðarnir hefðu dáið nema Aldo og Smithson en það þarf náttúrulega að fórna sér fyrir málstaðinn.

Án efa ein af betri myndum sem ég hef séð og ég ætla klárlega að horfa á hana aftur, jafnvel eignast hana.

-Miriam

ps. Daniel Bruhl, ich liebe dich!

Monday, March 29, 2010

Kóngavegur


Örstutt blogg um Kóngaveg og fyrra bloggið af tveimur þar sem ég lofsama kynþokka Daníels Bruhls.

Jæja.
Ég sá Trailerinn af Kóngavegi og var svona, jah.. mjeh. en ákvað samt að fara á hana.
Eftir á að hyggja sé ég soldið eftir þessum 1200 krónum sem ég borgaði fyrir myndina. Hún var allt í lagi og eiginlega ekkert meira en það. Mér fannst hugmyndin nefnilega vera ágæt, eins óreiðukennd og hún var en oftast fannst mér vanta eitthvað aaaðeins upp á að hún hefði getað orðið mun betri en hún var.
Fannst allt í lagi líka að fá leikstjórann í heimsókn og áhugavert að heyra aðeins um störf hennar þó hún hafi ekki talað nærri eins mikið um myndina og flestir sem hafa komið.

Nenni eiginlega ekki að hafa þetta lengra.
Þetta var góð skemmtun, hefði samt eflaust kunnað að meta hana meira ef ég hefði horft á hana heima hjá mér á Rúv með snakk og kók en að hafa borgað mig inná hana.

Ágætis skemmtun.
Fín mynd.
Daníel Bruhl var heitur.
Hefði viljað hann í hverju einasta atriði.

Annars, þá hefði myndin hækkað um trilljón í gæðum ef dansinn hefði verið með.
My opinion!

-Miriam

The Good Heart


Um daginn (as in fyrir frekar löngu) fórum við í bíó að sjá The Good Heart.
Ég vissi ótrúlega lítið um þessa mynd, man að þegar ég heyrði af henni fyrst þá áttaði ég mig ekki einu sinni á því að hún væri eftir Íslending.

Það fyrsta sem ég tók eftir var það hversu dökkir og drungalegir litirnir í henni voru. Ég er mjög litrík manneskja og finnst alltaf voða gaman þegar hlutir eru litrikir og skemmtilegir.
Oft virka dökkir litir á mig þannig að ég verð þreytt og á erfitt með að fylgjast með. Alls ekki alltaf. Alls ekki. En oft.
Gerði það reyndar ekki á The Good Heart.
Mér fannst nefnilega gaman að sjá breytinguna á því að vera í dökka og drungalega barnum og fara svo yfir til Karabískahafsins þegar Jacques var búinn að fá hjartað og leið vel og þá var allt svo bjart og happy.

Eflaust engin pæling á bakvið þetta, en litir hafa alltaf mikil áhrif á mig.

Allavega, mér fannst leikurinn góður, ég þoldi reynar ekki gelluna. Áttaði mig ekki á því fyrst hvort hún væri semi-þroskaheft eða hvort hún átti að vera frönsk.
Svo reyndar komst ég að því að gellan sem leikur April, Isild de Besco, er frönsk.
Greyið hún að hljóma soldið þroskaheft.
Hún bara fór í taugarnar á mér. En, eftir að við töluðum við Dag Kára þá var ég alveg sammála því að hún átti að vera þarna og að hún hefði ekki átt að fá meiri athygli.
Enda mikið klippt út af henni.

Mér fannst eitt lýti vera á myndinni. Sem betur fer var það mjög snemma í henni. Dauði kötturinn, ég skil alveg þetta með að drepa köttinn en hann var bara svo ótrúlega óraunverulegur að maður datt í svona brúðuleikaragírinn.
Á soldið brútal sick hátt.

Það sem ég er að reyna að segja er að hann var svo óraunverulegur að allt sem átti að heita raunverulegt við myndina hvarf og maður fór úr þetta gæti verið raunverlegt í að hugsa vá hvað þetta er mikið feik!

En sem betur fer var ekta gæs notuð. Ég reyndar í sakleysi mínu hugsaði "æ nei það verður keyrt á gæsina!!" þegar hann hleypur á eftir henni í annað skiptið. Úps.

Annars þá fannst mér myndin góð og Jacques og Lucas skemmtilegir karakterar. Eða, skemmtilegir as in áhugaverðir. Naut þess mikið að horfa á þá kynnast og breytast. Svo voru allir karakterarnir á barnum í miklu uppáhaldi. Þeir gætu þessvegna verið efni í heila mynd. Mjög skemmtilegt að nota spunann þarna, fannst það alveg virka.

Ég gæti alveg hugsað mér að horfa á þessa mynd aftur - sérstaklega til að taka eftir ýmsum smáatriðum. Og sjá árekstraratriðið aftur (shit!).

-Miriam

Saturday, March 27, 2010

Schindler's List

Um daginn var ég veik heima hjá mér og allt í volli og sá frétt á visi.is um að síðasta eintakið af lista Schindlers væri nú á uppboði.
Þá fékk ég skyndilega hugdettu.
Nei, ég ákvað ekki að bjóða einhverjar milljónir í listann, heldur ákvað ég að horfa á myndina. Af því að ég hafði aldrei séð hana.
Ótrúlegt en satt.

Og ég byrjaði að horfa, í ágætum gæðum á internetinu. Á meðan ég beið eftir að myndin bufferaðist þá googlaði ég allan fjandann um þennan lista, Oscar Schindler og fólkið sem var á honum. Komst að því að tvær gells sem hétu Miriam voru á listanum. Beat that Íslendingar!

Segi svona.

Allavega,
hef alltaf heyrt góða hluti um þessa mynd, að hún sé einhver besta mynd í geimi.
Og mér finnst það.

Ég elskaði að hún væri svarthvít, hjálpaði algjörlega upp á trúverðugleika myndarinnar.
Annars þá fannst mér hún ótrúlega vel leikin, Ben Kingsley náttúrulega einn af mínum uppáhalds og svo var Liam Neeson alveg fáránlega góður sem Oscar Schindler.
Hún er sennilega ein af fáum myndum sem ég fyrirgef fyrir að vera á ensku - yfirleitt finnst mér náttúrulega ótrúlega asnalegt þegar fólk talar ensku með þessum og hinum hreim en það sem var að gerast í myndinni og umgjörðin og allt varð til þess að ég pældi ekki í því. Reyndar er myndin á þýsku og pólsku líka, og eitthvað á hebresku en Spielberg ákvað að hafa hana á ensku líka svo dramatíkin næði í gegn - hann vildi ekki að fólk hefði ástæðu til að horfa af því sem var að gerast á skjánum og á texta.

Mjög skiljanlegt. Fær stórt kúdos frá mér fyrir það.

Þetta er einhver átakanlegasta mynd sem ég hef séð á ævinni. Birtir svo lifandi mynd af þessum atburðum, þegar nasistarnir eru að hreinsa úr gettóinu og fólk er að fela sig í veggjum húsanna og í húsgögnum var eitthvað það hræðilegasta sem ég veit um. Svo æða þeir um og skjóta bara í veggi og hvað sem er. Engin von.

Get einmitt ímyndað mér að þetta hafi verið nákvæmlega eins og þetta var í alvöru (enda byggt á frásögnum þeirra sem lifðu af)

Litla stelpan í rauðu kápunni er líka fáránlega epískt atriði, hefði viljað trúa því að hún myndi lifa af. Las mér einmitt til um þetta og þetta var víst byggt á sannsögulegum atburðum en einn af þeim sem Oscar bjargaði hafði séð litla stelpu í bleikri kápu hlaupa í ringulreiðinni án þess að neinn tæki eftir henni en var svo drepin af nasistum beint fyrir framan hann.
Stelpan í rauðu kápunni er eitt af fáum atriðum í myndinni sem eru í lit, en hin eru kertin í byrjun og enda myndar. Kertin í byrjuninni brenna út og samkvæmt því sem ég las einhverstaðar þá sagði Spielberg að reykurinn táknaði ösku brennandi líkanna í útrýmingarbúðunum en í endann loga kerti sem eiga að tákna von.
Mér finnst þetta rosalega flott pæling.

Ég er ótrúlega heilluð af þessari mynd.
Ætla að horfa á hana sem fyrst aftur, sennilega með það í huga líka að taka betur eftir öllum smáatriðunum sem ég er búin að lesa um síðan ég sá hana.
Ætla svo að fara að horfa á The Pianist bráðum.

-Miriam

Thursday, March 25, 2010

Paprika Island

Eða svona.

Paprika

Jæja, ég lét fokka algjörlega upp í heilanum á mér á miðvikudaginn þegar við horfðum á Paprika. Jesús minn góður.
Skemmtileg mynd, var ótrúlega heilluð af því hversu vel hún var gerð. Oft sem mér fannst bakgrunnurinn svo raunverulegur, þó að fólkið væri augljóslega teiknað, að ég trúði varla að þetta væri teiknimynd.


Eitt af uppáhalds atriðunum mínum er sennilega þegar hann er að hlaupa eftir ganginum og gólfið beyglast svona undir hann, úff hvað ég kannaðist við að hafa dreymt eitthvað þvíumlíkt.

Annars þá náði þessi mynd sennilega markmiði sínu, ég var virkilega mikið bara hvað í andsk..? við að horfa á hana.

Í fyrsta sinn í kvikó sem ég sofna í smá stund, dottaði, viðurkenni það - þar sem ég sofna eiginlega aldrei í skólanum - og þegar ég vakna þá er myndin ennþá alveg jafn mikið rugl og ég held að ég
hefði ekki skilið hana meira ef ég hefði verið vakandi allan tímann.

En gott consept. Er eiginlega - eins og sést á þessari færslu - mjög ringluð varðandi álit mitt á myndinni.
En ætli það sé ekki pínu tilgangurinn.

Að verða ringlaður?
Fokking Paprika!


Shutter Island

Svo hef ég ætlað að blogga um Shutter Island lengi, kannski bara tilvalið að blogga um hana hérna með Papriku þar sem hún ruglaði líka pínu í hausnum á mér.


Er hann geðveikur? Eru þeir vondir? Er hann heilbrigður? Hvað er að gerast! AAAAAAAA!

Mér finnst öll umgjörð myndarinnar æðisleg.

Landslagið, tímabilið, vitnanirnar í seinni heimsstyrjöld (ó já, ég er með pervertískan* áhuga á WW2) - þetta er allt svo vel gert að ég hugsaði aldrei "pff feik!"


Eitt reyndar, hún hafði ekki þau áhrif á mig að ég væri að horfa á actual events - eins og mér leið þegar ég horfði á Anne Frank, the Whole Story - heldur gerði ég mér alveg grein fyrir því að ég var að horfa á bíómynd.
Semsagt, hún fangaði mig ekki eins mikið og hin átakanlega saga Önnu - enda ég kannski tengdari þeirri sögu en þessari.

Mér fannst Leonardo standa sig frábærlega, hafði ótrúlega mikla samúð með honum. Hataði karakter Ben Kingsleys þangað til í endann, þó ég reyndar verði að segja að ég eeeeelska Ben Kingsley. Einn af mínum uppáhalds, og ótrúlegt en satt þá er það vegna hæfileika, ekki kynþokka. Reyndar fór eiginkonukarakterinn fáŕánlega mikið í taugarnar á mér, en svo í endann þá meikaði hún sens svo ég fyrirgaf henni það.

En já, þessi mynd fokkaði mér verulega upp - sem var eflaust markmið hennar. Þegar plottið kom í ljós í endann var ég bara HAAA? NEEEEEI WTH! og svo var ég í smá sjokki alla leiðina út í bíl hugsandi "ég trúi ekki að þetta hafi verið svona.."

Svo velti maður fyrir sér hvort hann hefði í raun verið heilbrigður, en þeir platað hann og við öll sannfærst líka. Ekki skrítið að þessi mynd sé með 8.1 í einkunn á IMDb.

Hún fengi svona hátt frá mér allavega líka.


-Miriam

*þegar ég segi pervertískan þá meina ég bara
mjög mikinn áhuga.

Saturday, February 27, 2010

Léon, the Professional


Rólegt föstudagskvöld eftir fáránlega brútal viku og myndin sem varð fyrir valinu var myndin Léon, The Professional.
Hafði aldrei heyrt um þessa mynd, viðurkenni það - skömmustuleg, og var því algjörlega ómeðvituð um hvað hún snerist.

Hún er semsagt um hinn ítalska Léon (Jean Reno - einn af mínum uppáhalds) sem er leigumorðingi og er fáránlega fær í því sem hann gerir. Líf hans er vanafast og er endalaus rútína aftur og aftur. Hann sefur alltaf sitjandi, með annað augað opið og drekkur bara mjólk. Sjúklega harður gæji. Og svo er hann alltaf með svona John Lennon-gleraugu. Snilld.

EN síðan einn daginn bjargar hann lífi stúlkunnar Mathildu (Natalie Portman - myndin sem kom henni á stjörnuhimininn) sem býr í blokkinni og eftir það verður ekki aftur snúið. Hann kennir henni, að hennar eigin ósk, að verða leigumorðingi þar sem hún vill hefna fyrir dauða litla bróður síns.
Myndin er sjúklega spennandi, hjartnæm og átakanleg í senn og ekki skrítið að hún sé nr. 34 af topp 250 myndunum á imdb.com

Samband Léon og Mathilda er örlítið skrítið þar sem hún segist vera 18 ára þegar hún er í rauninni 12 ára og heldur því fram að hún elski Léon, sem hefur ekki elskað neina manneskju síðan hann var 18 ára sjálfur. Þau eru því bæði hálfbrenglaðir karakterar og kannski þessvegna sem þau finna huggun í hvoru öðru.

Leikurinn í myndinni er stórgóður og Léon virðist vera ultimate glæpamaður miðað við hversu lúmskur hann er. Eitt sem ég fattaði mjög seint var að "vondi kallinn" í myndinni er í rauninni, spillt lögga. Þ.e. hann stundar eiturlyfjaviðskipti en er í rauninni með allan lögregluflotann undir sinni stjórn ef hann þarf á honum að halda.

En ég er mjög ánægð með að hafa séð þessa mynd, fannst hún alveg frábær.
Mæli eindregið með henni,
stórgóð!

-Miriam

Friday, February 26, 2010

Man Bites Dog

Á miðvikudeginum fyrir tveim vikum varð siðferðiskennd mín fyrir sjokki. Verulegu sjokki. Við horfðum á myndina Man Bites Dog.

Hún er mockumentary frá Belgíu sem var framleidd af nokkrum kvikmyndagerðarnemum á mjög litlu budget-i.


Hún á semsagt að vera um það að hópur kvikmyndagerðarmanna er að taka upp heimildamynd um mann sem heitir Benoît Poelvoorde og virðist við fyrstu sýn vera ósköp venjulegur maður sem kynnir heimildamyndarmönnunum fyrir fjölskyldu sinni, sem hann á í góðu sambandi við.

En það sem við fáum síðan að vita er að Benoît er gjörsamlega siðblindur morðingi sem drepur fólk sér til skemmtunar og til þess að græða á því pening.
Fyrst var maður svona... haha.. vá hvað þetta er kaldhæðin mynd.

Og í svona fyrstu tökunum þar sem hann er að henda niður líkunum ofan af kletti og í eitthvað vatn þá var ég eitthvað flissandi.
En það hætti þegar á leið þar sem myndin varð grófari og grófari og það eina sem ég hugsaði var "hvað í andskotanum er ég að horfa á?"

Sum atriðin voru svo gróf að litla sálin hún Miriam gat ekki einu sinni fengið sig til þess að horfa á þau.
Sérstaklega atriðið þar sem þeir voru að nauðga konunni, maður hefur nú séð sitthvað ógeðslegt um ævina, en þetta átti ég erfitt með að horfa á. Get fullyrt að við fórum öll út úr stofunni eftir myndina með andlitin steinrunnin.

Shit.

Þessi mynd er augljóslega gerð til þess að hneyksla fólk og koma því í opna skjöldu og... það tókst eiginlega of vel. Er ennþá í sjokki yfir myndinni. En á undarlegan hátt finnst mér þó eins og ég sé örlítið svona, meðvitaðri um eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er, eftir að hafa horft á hana.

Kannski það að þetta er ógeðslega sick heimur sem við búum í og maður veit greinilega ekkert hvað er að gerast í hausnum á næsta manni.

Hún heitir líka á frönsku
C'est arrivé près de chez vous sem þýðir "það gerðist nálægt þér" - sem er frekar ógnvekjandi, miðað við hversu sick mynd þetta er. Ég get samt sagt að ég hafi verið heilluð á því hvað þetta var allt raunverulegt. Á tímabili var ég svo dottin inn í myndina að ég trúði bara að þetta væri bara alvöru heimildarmynd um alvöru siðblindan mann. Sem er hræðilega scary. Fannst líka smá erfitt að horfa á hvað honum sjálfum fannst þetta eðlilegt. Þetta var bara það sem hann gerði, gaman að drepa póstmenn, gamalt fólk er auðveldara skotmark. Voða eðlilegt. Voða ógnvekjandi.

Þessvegna verð ég eiginlega að mæla með þessari mynd við alla þá sem ég þekki og eru ekki viðkvæmir og hafa annars áhuga á bíómyndum.

-Miriam

Thursday, February 4, 2010

anne frank, the whole story


Um daginn var ég heima hjá mér veik og vafraði um netið eins og gjarnan er gert þegar maður liggur upp í rúmi með fartölvu allan daginn.

Á sunnudegi nokkrum rakst ég á mynd sem er öll inni á youtube, þriggja klukkustunda löng í 19 hlutum.
Hvaða mynd? Mynd sem ég hafði aldrei heyrt um áður þó að sagan væri mér mjög kunn.

Nefnilega myndin
Anne Frank, The Whole Story. Hún er ekki byggð á dagbókarskrifum stúlkunnar Anne Frank sem eru heimsfræg heldur ævisögu hennar sem kom út á síðasta áratug 20.aldar eftir Melissu Müller. En Melissa þessi notaði dagbókina og aðrar upplýsingar um líf Anne til þess að fylla í eyðurnar.

Ég hef alltaf verið heilluð af sögu Anne Frank, hef lesið mér til um hana ótrúlega oft - þó ekki lesið dagbókina sjálfa. Veit ekki hvort ég legg í hana.
Og þessvegna ákvað ég að horfa á þriggja tíma langa mynd á youtube.

Mér þykir þessi mynd alveg frábær, það er allt ótrúlega vel gert.
Það eina sem ég hef út á hana að setja er að það fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér að sjá fólk sem á ekki að vera enskumælandi tala ensku. Fullt af SS-liðum sem töluðu ensku með þýskum hreim, nema ef þeir voru að tala sín á milli eitthvað sem var ekkert voðalega merkilegt en maður áttaði sig á því að þeir voru reiðir og að tala um gyðinga - það var á þýsku.

Tungumálafríkið Miriam lét þetta fara smá í taugarnar á sér. Annars, vóg svo margt annað upp á móti að ég get ekki verið að láta þetta fara of mikið í taugarnar á mér. Myndin á það ekki skilið, sérstaklega þar sem það eru mörg önnur tungumál töluð en aðallega enska, í aðstæðum sem enska ætti ekki að vera töluð. En, ég veit ég veit, markaðshópurinn. Jájá.

En í myndinni er fjallað um sögu Anne og fjölskyldu hennar, fyrir stríð og á meðan þau eru í felum. Vissulega er giskað í einhverjar eyður en að öðru leyti virðist mikið af því sem gerist í myndinni vera sögulega rétt.

Eitt sem mér þótti vissulega frábært við myndina var hversu Hannah Taylor-Gordon, sem lék Anne, er ótrúlega lík henni og mér fannst ég á tímabili (þegar ég virkilega datt inn í myndina) eins og ég væri bara að horfa á alvöru Anne.

Og hún var ekki sú eina sem var lík þeirri persónu sem hún lék; Ben Kingsley fer frábærlega með hlutverk Otto Frank, föður Anne og smellpassar í hlutverkið bæði sem leikari og útlitslega séð. Væntanlega verið valið með tilliti til þess.


Það sem ég á við er að leikurinn er ótrúlega góður og leikararnir trúverðugir í sínum hlutverkum.


Annað sem vert er að minnast á eru útrýmingarbúðirnar og það allt í myndinni, er ótrúlega vel gert. Förðunin, fötin og leikmyndin er fyrsta flokks og greinilegt að mikið hefur verið lagt í hana. Enda væri það algjör synd ef þessi mynd væri á einhvern hátt léleg.


Veit þó ekki hvort ég muni horfa á hana aftur í bráð því ég veit að ég mundi bara grenja ennþá meira í annað skiptið. Ætla að láta trailerinn fylgja með fyrir áhugasama.




Svo er sennilega vert að minnast á að myndin hefur hlotið og verið tilnefnd til margra verðlauna.

Tuesday, February 2, 2010

Le Petit Nicolas



Í síðustu viku gerði ég þriðju og síðustu tilraunina til að sjá Petit Nicolas í bíó. Hafði reynt tvisvar áður og í bæði skiptin var uppselt. Mætti frekar snemma og keypti mér miða og popp og...pepsi. Af því að Háskólabíó er ekki með kók.

Held að það sé vegna þess að pepsi og popp stuðlar betur en popp og kók. En það er misskilningur þeirra í Háskólabíó að það sé kúl. Það vita allir að tvennan er popp og kók - eða ekkert.

Við höfðum verið látin lesa smá búta úr sögunum um Lása litla í frönsku og fundust mér þær skemmtilegar - upp að því marki sem ég skildi allavega.

Myndin Petit Nicolas er hreint út sagt frábær. Minnir mann á sakleysi barnæskunnar á glettinn hátt og sýnir jafnframt vel tíðarandann í Evrópu á þeim tíma sem hún gerist.
Allir gömlu bílarnir, gömlu hjólin, 60's fötin og húsgögnin, förðunin og hugsunarhátturinn - allt svo vel gert og fyllt svo mikilli nostalgíu að maður var hálf dolfallinn yfir því.

Leikurinn var stórgóður að mínu mati og greinilegt að Frakkar eiga gott úrval leikara þar í landi. Held að ég hafi hlegið alla myndina, kómísk og brandararnir voru ekki þannig að maður þyrfti eitthvað sérstaklega að skilja frönsku - sem betur fer.
Eitt af því sem mér fannst flottast við myndina var introið. Það var svona eins og úr pappa, eitthvað sem krakki hefði föndrað. Ótrúlega flott. Reyndi að finna það á youtube en gekk ekki svo ég ákvað að finna frekar mynd af því, eiginlega eins og teikningarnar í bókunum sjálfum.


Hefði án efa skellt mér á hana aftur hefði ég haft tíma og því ætla ég pottþétt að kaupa myndina eða niðurhala henni. Fór úr salnum með bros á vör og gleði í hjarta yfir einfaldleika og gleði barnæskunnar.
Mæli eindregið með þessari mynd. Cet un film magnifique!

Thursday, January 28, 2010

Notorious

Fyrir viku horfðum við á Notorious eftir meistara Hitchcock.
Ég og Tommi vorum einmitt með fyrirlestur um hann en ég náði ekki að horfa á myndina þá svo mér fannst bara fínt að fá að sjá hana svona í tíma.

Eins mikið og ég elskaði Ingrid Bergman í Casablanca þá fór hún pínu í taugarnar á mér í þessari mynd. Veit ekki alveg, en hún var alveg jafn falleg þrátt fyrir það - passaði líka vel inn í hlutverkið sem dóttir einhvers nasistagæja. Wunderbar.

Eitt sem ég tók eftir að mér þætti flott við myndina var lýsingin. Kannski var það hvernig ljósið féll á andlitið á Bergman, kannski bara birtuskilyrðin sem myndin var tekin við. En það heillaði mig allavega.

Huglæga skotið þegar hún liggur í rúminu og Devlin kemur inn hafði eiginlega þau áhrif á mig að mér leið eins og ég væri sjóveik. Eða að detta.
Annars fannst mér myndin góð, söguþráðurinn allt í lagi. Sumt svolítið óljóst, kannski vegna þess að hún kom út árið 1946 og stríðinu bara nýlokið.

Get þó sagt að mér fannst hún alveg það góð að ég gæti alveg horft á hana aftur.
En mundi samt ekki leigja hana sjálf.

Sunday, January 17, 2010

Mamma Gógó

Ég fór á Mömmu Gógó síðasta sunnudag og ákvað að bjóða mömmu minni með í bíó. Ég var með þeim yngstu í salnum og ég sver, ég hef aldrei verið svona lengi út úr sal eftir bíómynd.
Allt þetta hæga gamla fólk. Og tröppur. Mjög sætt.

Ég vissi ekki alveg út í hvað ég var að fara á Mömmu Gógó. Vissi lítið um söguþráðinn. Fannst einhvern veginn eins og þetta ætti ekki að vera að gerast akkúrat í nútímanum, ég var kannski of mikið að setja Friðrik Þór inn í þetta.
En góð ádeila á okkar tíma samt. Vísitölur og skuldabréf.

Þessi mynd er án efa ein af sætustu myndum sem ég hef séð og í fyrsta sinn í langan tíma táraðist ég í bíó af annarri ástæðu en að Lord of the Rings tríólógían væri búin eða eitthvað ámáta kjánalegt.
Alltaf jafn sorglegt þegar fólk týnist inn í heim alzheimersjúkdómsins og þessi mynd sýndi ótrúlega vel hversu erfitt það er fyrir bæði sjúkling og aðstandendur.

Það sem mér fannst eiginlega best við myndina var landslagsatriði þar sem hún fékk far með látnum eiginmanni sínum og við sjáum fallegan gamlan bíl og fallegt landslag í langri senu. Svo stígur hún út úr bílnum og hann keyrir tómur í burtu.
Og jú líka öll atriðin sem voru sýnd úr gömlu myndunum þar sem Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson eru ung því þau pössuðu svo vel inn í myndina núna.

Ég veit eiginlega ekki hvort ég vilji vera að kryfja þessa mynd eitthvað til mergjar.
Er næstum því viss um að hún verður ódauðleg í íslenskri kvikmyndasögu.
Allavega fannst mér hún frábær, fyndin og sjúklega falleg.
Ástin sigrar í endann, gotta love it!

Takk fyrir mig, Mamma Gógó!
-Miriam

Monday, January 11, 2010

Bjarnfreðarson


Jæja, síðasta sunnudag fór ég á Bjarnfreðarson ásamt kærum vinkonum mínum tveimur.
Ég er svo heppin að þekkja ólíklegasta fólk og þessvegna þurfti ég ekki að borga mig inn.
Vúbbedídú. Sjúklega næs.

Ég horfði á alla Næturvaktina, sá ekki alla Dagvaktina og sá mjög lítið af Fangavaktinni, en þó - ég þekki karakterana nógu vel til að ég var ekkert týnd í bíó þarna á sunnudaginn.
Það liggur við að ég hefði getað séð Bjarnfreðarson án þess að hafa séð Vaktirnar og samt vera ekkert týnd - en þó, sumt hefði komið afar spánskt fyrir sjónir.

Mér fannst mjög gaman að fá leikstjórann í heimsókn enda fékk ég svör við mikið af pælingum í þeim tíma. Svona eins og þegar ég hugsaði "vóóóóó er Georg hommi?!" - ætla að túlka þetta sem að hann sé bara svona stórt barn sem vantaði e-n til að leika við.
Á tímabili var ég reyndar búin að gleyma Flemming Geir (sem ég sá í Mjóddinni um daginn BTW!) og hugsaði þá alltaf "Georg hefur aldrei stundað kynlíf". En einhvern veginn komst krakkinn undir. Svo..

En byrjum á byrjuninni.
Myndin sjálf.

Mér finnst eins og ég sé alltaf að segja að mér finnist myndir æðislegar. Svo.. ég ætla að segja að mér hafi fundist hún stórkostlega góð.
Bara til að breyta út á vanann.

Ég elskaði að fá að vita forsöguna um Georg, skoða barnæskuna hans og fröken Bjarnfreði. Get eiginlega ekki lýst því hvað ég var reið út í hana. Svona miðað við að ég þoldi ekki Georg í Næturvaktinni en svo fékk ég allt aðra sýn á hann á Bjarnfreðarsyni. Enda markmiðið með myndinni nokkurn veginn.

Öll atriðin sem sýndu uppvöxt hann voru mér mjög að skapi, elska svona blast to the past dæmi. Sérstaklega Ísland á þessum tíma. Eina sem böggaði mig reyndar pínu er Keflavíkurgangan. Voða fámenn eitthvað.
Langaði að taka alla litlu Georgana og knúsa þá - svo litlir og sætir og rauðhærðir og misskildir greyin. Pældi mjög mikið í öllu tengdu barnæsku hans, fötunum og öllum öðrum leikmunum. Virkilega vel gert að mínu mati.

Myndin var bara æðislega fyndin yfir höfuð, stundum svona pínu lítið vandræðaleg og oft sem mig langaði að stökkva inn í og slá Ólaf þegar hann var leiðinlegur við Georg. En það lagaðist í endann.
Ég fékk reyndar á tilfinninguna að ökukennarinn hefði verið hommi þó að ég hafi alveg séð það fyrir mér að hann og kona Daníels myndu enda saman. Hann var bara svo hommalegur greyið. Að búa til e-n fkn ostarétt sem ég get ekki einu sinni ímyndað mér að geta búið til sjálf.
allavega.. nóg um það.
Fannst gaman að sjá Ólaf Ragnar blómstra í stúdíó FM 957 - enda Pétur Jóhann vanur því umhverfi - en hann er náttúrulega táknmynd þessarar týpu, sem ég vanalega þoli ekki svo innilega. En þar sem hann er svolítið misheppnaður líka þá get ég ekki annað en elskað Forsetann.

Fannst þetta hreint út sagt æðisleg mynd bara,
en ég pældi annars lítið í einhverjum tökum og tækniatriðum, var svo heilluð af söguþræðinum. Sökk algjörlega í hann.
Mynd sem ég ætla klárlega að horfa á aftur sem fyrst, í engum vafa um það!

-Miriam-sem-var-statisti-í-loka-atriði-Dagvaktarinnar-þegar-Ólafur-fer-á-froðudiskó-á-Benidorm-osom!

Zack and Miri make a porno

Fyrsta bloggið á nýju ári að detta í hús. Kannski svolítið seint, kominn 11. janúar. Það verður um mynd sem ég sá seint í jólafríinu og heitir Zack and Miri Make a Porno.
Vil byrja á að benda á að það er fáránlega erfitt fyrir mig að skrifa bara Miri, ekki Miriam. Ruglast næstum því alltaf. Enda hét gellan í myndinni Miriam, bara kölluð Miri (hæfæv fyrir að nafnið mitt skyldi koma fram í mynd! næsone)

Myndin er semsagt um vinina Zack og Miri sem búa saman við ákaflega þröngan kost og þegar þau eru alveg að verða uppiskroppa um hugmyndir um að græða pening dettur þeim í hug að það gæti verið góð hugmynd að taka upp klámmynd til að græða pening. Þau fá vini og kunningja til að hjálpa sér og eru svo með áheyrnaprufur fyrir leikara. Auk þess sem þau hyggjast koma fram í myndinni sjálf, en það kemur svo á daginn að þau fara að verða afbrýðissöm út í hvort annað og eftir senuna á milli þeirra fara tilfinningarnar að trufla þau.

Það sem kom mér helst á óvart var hvað það var mikil nekt í myndinni. Ekki að það hafi farið í mínar fínustu, langt því frá, maður er bara ekki vanur að sjá bandarískar myndir innihalda brjóst og kynlíf sem er ekki undir sæng eða verulega klippt.

Gnægð er af góðum leikurum í þessari mynd, t.d. Seth Rogen sem leikur meðal annars í Pinapple Express (sem ég horfði á í gær og hló óstjórnanlega mikið yfir), Craig Robinson sem lék einnig í Pinapple Express, Jeff Anderson (lék í Clerks) og Jason Mewes, einn af uppáhalds karakterunum mínum ever - Jay (Jay and Silent Bob). Gaman að sjá hann stutthærðan og frekar-mikið-naktann.

Auk þess má nefna að Elizabeth Banks fékk hlutverk Miri í myndinni eftir að Rosario Dawson hafnaði því (hefði nú ekki hatað að sjá hana leika Miri, þó svo að Elizabeth hafi alls ekki staðið sig illa).

Er ég að gleyma einhverju?
Jaa.. myndin heitir nú Zack and Miri make a porno svo það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart að tvær yndisfríðar klámmyndaleikkonur hafi verið fengnar til að leika í henni.
Þær Katie Morgan (Roxanne) og Traci Lords (Bubbles) stóðu sig bara prýðilega í myndinni, meira segja í þeim senum þar sem þær höfðu línur og þurftu á leikhæfileikum að halda.

Myndin er fyrst og fremst gamanmynd sem snerti mínar fínustu hláturstaugar, finnst mjög gaman að gera grín af lélegum handritum klámmynda og samtölunum sem eru í þeim en sérstaklega þótti mér fyndin hugmyndin um að nota Star Wars sem grunnhugmynd að klámmynd.
Hló mjög mikið yfir því.
*spoiler*
Varð eiginlega fyrir jafn miklum vonbrigðum og persónurnar þegar sú hugmynd klúðraðist þegar stúdíóið var rifið. En neyðin kennir naktri konu að spinna - þá var að nota það sem hendi var næst: vinnustað Zeths. Kaffihús..

Myndin endaði þó voða krúttlega en á fyndinn hátt. Kannski ekki eitthvað sem ég ætla að kjafta frá hérna, fannst hún mjög góð - ekki nein tæknileg snilld. Bara mjög skemmtileg mynd, sem ég býst samt eiginlega ekki við að horfa aftur á fyrr en ég verð búin að gleyma þessu bloggi og um hvað myndin er.



-Miriam