Monday, March 29, 2010

Kóngavegur


Örstutt blogg um Kóngaveg og fyrra bloggið af tveimur þar sem ég lofsama kynþokka Daníels Bruhls.

Jæja.
Ég sá Trailerinn af Kóngavegi og var svona, jah.. mjeh. en ákvað samt að fara á hana.
Eftir á að hyggja sé ég soldið eftir þessum 1200 krónum sem ég borgaði fyrir myndina. Hún var allt í lagi og eiginlega ekkert meira en það. Mér fannst hugmyndin nefnilega vera ágæt, eins óreiðukennd og hún var en oftast fannst mér vanta eitthvað aaaðeins upp á að hún hefði getað orðið mun betri en hún var.
Fannst allt í lagi líka að fá leikstjórann í heimsókn og áhugavert að heyra aðeins um störf hennar þó hún hafi ekki talað nærri eins mikið um myndina og flestir sem hafa komið.

Nenni eiginlega ekki að hafa þetta lengra.
Þetta var góð skemmtun, hefði samt eflaust kunnað að meta hana meira ef ég hefði horft á hana heima hjá mér á Rúv með snakk og kók en að hafa borgað mig inná hana.

Ágætis skemmtun.
Fín mynd.
Daníel Bruhl var heitur.
Hefði viljað hann í hverju einasta atriði.

Annars, þá hefði myndin hækkað um trilljón í gæðum ef dansinn hefði verið með.
My opinion!

-Miriam

The Good Heart


Um daginn (as in fyrir frekar löngu) fórum við í bíó að sjá The Good Heart.
Ég vissi ótrúlega lítið um þessa mynd, man að þegar ég heyrði af henni fyrst þá áttaði ég mig ekki einu sinni á því að hún væri eftir Íslending.

Það fyrsta sem ég tók eftir var það hversu dökkir og drungalegir litirnir í henni voru. Ég er mjög litrík manneskja og finnst alltaf voða gaman þegar hlutir eru litrikir og skemmtilegir.
Oft virka dökkir litir á mig þannig að ég verð þreytt og á erfitt með að fylgjast með. Alls ekki alltaf. Alls ekki. En oft.
Gerði það reyndar ekki á The Good Heart.
Mér fannst nefnilega gaman að sjá breytinguna á því að vera í dökka og drungalega barnum og fara svo yfir til Karabískahafsins þegar Jacques var búinn að fá hjartað og leið vel og þá var allt svo bjart og happy.

Eflaust engin pæling á bakvið þetta, en litir hafa alltaf mikil áhrif á mig.

Allavega, mér fannst leikurinn góður, ég þoldi reynar ekki gelluna. Áttaði mig ekki á því fyrst hvort hún væri semi-þroskaheft eða hvort hún átti að vera frönsk.
Svo reyndar komst ég að því að gellan sem leikur April, Isild de Besco, er frönsk.
Greyið hún að hljóma soldið þroskaheft.
Hún bara fór í taugarnar á mér. En, eftir að við töluðum við Dag Kára þá var ég alveg sammála því að hún átti að vera þarna og að hún hefði ekki átt að fá meiri athygli.
Enda mikið klippt út af henni.

Mér fannst eitt lýti vera á myndinni. Sem betur fer var það mjög snemma í henni. Dauði kötturinn, ég skil alveg þetta með að drepa köttinn en hann var bara svo ótrúlega óraunverulegur að maður datt í svona brúðuleikaragírinn.
Á soldið brútal sick hátt.

Það sem ég er að reyna að segja er að hann var svo óraunverulegur að allt sem átti að heita raunverulegt við myndina hvarf og maður fór úr þetta gæti verið raunverlegt í að hugsa vá hvað þetta er mikið feik!

En sem betur fer var ekta gæs notuð. Ég reyndar í sakleysi mínu hugsaði "æ nei það verður keyrt á gæsina!!" þegar hann hleypur á eftir henni í annað skiptið. Úps.

Annars þá fannst mér myndin góð og Jacques og Lucas skemmtilegir karakterar. Eða, skemmtilegir as in áhugaverðir. Naut þess mikið að horfa á þá kynnast og breytast. Svo voru allir karakterarnir á barnum í miklu uppáhaldi. Þeir gætu þessvegna verið efni í heila mynd. Mjög skemmtilegt að nota spunann þarna, fannst það alveg virka.

Ég gæti alveg hugsað mér að horfa á þessa mynd aftur - sérstaklega til að taka eftir ýmsum smáatriðum. Og sjá árekstraratriðið aftur (shit!).

-Miriam

Saturday, March 27, 2010

Schindler's List

Um daginn var ég veik heima hjá mér og allt í volli og sá frétt á visi.is um að síðasta eintakið af lista Schindlers væri nú á uppboði.
Þá fékk ég skyndilega hugdettu.
Nei, ég ákvað ekki að bjóða einhverjar milljónir í listann, heldur ákvað ég að horfa á myndina. Af því að ég hafði aldrei séð hana.
Ótrúlegt en satt.

Og ég byrjaði að horfa, í ágætum gæðum á internetinu. Á meðan ég beið eftir að myndin bufferaðist þá googlaði ég allan fjandann um þennan lista, Oscar Schindler og fólkið sem var á honum. Komst að því að tvær gells sem hétu Miriam voru á listanum. Beat that Íslendingar!

Segi svona.

Allavega,
hef alltaf heyrt góða hluti um þessa mynd, að hún sé einhver besta mynd í geimi.
Og mér finnst það.

Ég elskaði að hún væri svarthvít, hjálpaði algjörlega upp á trúverðugleika myndarinnar.
Annars þá fannst mér hún ótrúlega vel leikin, Ben Kingsley náttúrulega einn af mínum uppáhalds og svo var Liam Neeson alveg fáránlega góður sem Oscar Schindler.
Hún er sennilega ein af fáum myndum sem ég fyrirgef fyrir að vera á ensku - yfirleitt finnst mér náttúrulega ótrúlega asnalegt þegar fólk talar ensku með þessum og hinum hreim en það sem var að gerast í myndinni og umgjörðin og allt varð til þess að ég pældi ekki í því. Reyndar er myndin á þýsku og pólsku líka, og eitthvað á hebresku en Spielberg ákvað að hafa hana á ensku líka svo dramatíkin næði í gegn - hann vildi ekki að fólk hefði ástæðu til að horfa af því sem var að gerast á skjánum og á texta.

Mjög skiljanlegt. Fær stórt kúdos frá mér fyrir það.

Þetta er einhver átakanlegasta mynd sem ég hef séð á ævinni. Birtir svo lifandi mynd af þessum atburðum, þegar nasistarnir eru að hreinsa úr gettóinu og fólk er að fela sig í veggjum húsanna og í húsgögnum var eitthvað það hræðilegasta sem ég veit um. Svo æða þeir um og skjóta bara í veggi og hvað sem er. Engin von.

Get einmitt ímyndað mér að þetta hafi verið nákvæmlega eins og þetta var í alvöru (enda byggt á frásögnum þeirra sem lifðu af)

Litla stelpan í rauðu kápunni er líka fáránlega epískt atriði, hefði viljað trúa því að hún myndi lifa af. Las mér einmitt til um þetta og þetta var víst byggt á sannsögulegum atburðum en einn af þeim sem Oscar bjargaði hafði séð litla stelpu í bleikri kápu hlaupa í ringulreiðinni án þess að neinn tæki eftir henni en var svo drepin af nasistum beint fyrir framan hann.
Stelpan í rauðu kápunni er eitt af fáum atriðum í myndinni sem eru í lit, en hin eru kertin í byrjun og enda myndar. Kertin í byrjuninni brenna út og samkvæmt því sem ég las einhverstaðar þá sagði Spielberg að reykurinn táknaði ösku brennandi líkanna í útrýmingarbúðunum en í endann loga kerti sem eiga að tákna von.
Mér finnst þetta rosalega flott pæling.

Ég er ótrúlega heilluð af þessari mynd.
Ætla að horfa á hana sem fyrst aftur, sennilega með það í huga líka að taka betur eftir öllum smáatriðunum sem ég er búin að lesa um síðan ég sá hana.
Ætla svo að fara að horfa á The Pianist bráðum.

-Miriam

Thursday, March 25, 2010

Paprika Island

Eða svona.

Paprika

Jæja, ég lét fokka algjörlega upp í heilanum á mér á miðvikudaginn þegar við horfðum á Paprika. Jesús minn góður.
Skemmtileg mynd, var ótrúlega heilluð af því hversu vel hún var gerð. Oft sem mér fannst bakgrunnurinn svo raunverulegur, þó að fólkið væri augljóslega teiknað, að ég trúði varla að þetta væri teiknimynd.


Eitt af uppáhalds atriðunum mínum er sennilega þegar hann er að hlaupa eftir ganginum og gólfið beyglast svona undir hann, úff hvað ég kannaðist við að hafa dreymt eitthvað þvíumlíkt.

Annars þá náði þessi mynd sennilega markmiði sínu, ég var virkilega mikið bara hvað í andsk..? við að horfa á hana.

Í fyrsta sinn í kvikó sem ég sofna í smá stund, dottaði, viðurkenni það - þar sem ég sofna eiginlega aldrei í skólanum - og þegar ég vakna þá er myndin ennþá alveg jafn mikið rugl og ég held að ég
hefði ekki skilið hana meira ef ég hefði verið vakandi allan tímann.

En gott consept. Er eiginlega - eins og sést á þessari færslu - mjög ringluð varðandi álit mitt á myndinni.
En ætli það sé ekki pínu tilgangurinn.

Að verða ringlaður?
Fokking Paprika!


Shutter Island

Svo hef ég ætlað að blogga um Shutter Island lengi, kannski bara tilvalið að blogga um hana hérna með Papriku þar sem hún ruglaði líka pínu í hausnum á mér.


Er hann geðveikur? Eru þeir vondir? Er hann heilbrigður? Hvað er að gerast! AAAAAAAA!

Mér finnst öll umgjörð myndarinnar æðisleg.

Landslagið, tímabilið, vitnanirnar í seinni heimsstyrjöld (ó já, ég er með pervertískan* áhuga á WW2) - þetta er allt svo vel gert að ég hugsaði aldrei "pff feik!"


Eitt reyndar, hún hafði ekki þau áhrif á mig að ég væri að horfa á actual events - eins og mér leið þegar ég horfði á Anne Frank, the Whole Story - heldur gerði ég mér alveg grein fyrir því að ég var að horfa á bíómynd.
Semsagt, hún fangaði mig ekki eins mikið og hin átakanlega saga Önnu - enda ég kannski tengdari þeirri sögu en þessari.

Mér fannst Leonardo standa sig frábærlega, hafði ótrúlega mikla samúð með honum. Hataði karakter Ben Kingsleys þangað til í endann, þó ég reyndar verði að segja að ég eeeeelska Ben Kingsley. Einn af mínum uppáhalds, og ótrúlegt en satt þá er það vegna hæfileika, ekki kynþokka. Reyndar fór eiginkonukarakterinn fáŕánlega mikið í taugarnar á mér, en svo í endann þá meikaði hún sens svo ég fyrirgaf henni það.

En já, þessi mynd fokkaði mér verulega upp - sem var eflaust markmið hennar. Þegar plottið kom í ljós í endann var ég bara HAAA? NEEEEEI WTH! og svo var ég í smá sjokki alla leiðina út í bíl hugsandi "ég trúi ekki að þetta hafi verið svona.."

Svo velti maður fyrir sér hvort hann hefði í raun verið heilbrigður, en þeir platað hann og við öll sannfærst líka. Ekki skrítið að þessi mynd sé með 8.1 í einkunn á IMDb.

Hún fengi svona hátt frá mér allavega líka.


-Miriam

*þegar ég segi pervertískan þá meina ég bara
mjög mikinn áhuga.