Thursday, March 25, 2010

Paprika Island

Eða svona.

Paprika

Jæja, ég lét fokka algjörlega upp í heilanum á mér á miðvikudaginn þegar við horfðum á Paprika. Jesús minn góður.
Skemmtileg mynd, var ótrúlega heilluð af því hversu vel hún var gerð. Oft sem mér fannst bakgrunnurinn svo raunverulegur, þó að fólkið væri augljóslega teiknað, að ég trúði varla að þetta væri teiknimynd.


Eitt af uppáhalds atriðunum mínum er sennilega þegar hann er að hlaupa eftir ganginum og gólfið beyglast svona undir hann, úff hvað ég kannaðist við að hafa dreymt eitthvað þvíumlíkt.

Annars þá náði þessi mynd sennilega markmiði sínu, ég var virkilega mikið bara hvað í andsk..? við að horfa á hana.

Í fyrsta sinn í kvikó sem ég sofna í smá stund, dottaði, viðurkenni það - þar sem ég sofna eiginlega aldrei í skólanum - og þegar ég vakna þá er myndin ennþá alveg jafn mikið rugl og ég held að ég
hefði ekki skilið hana meira ef ég hefði verið vakandi allan tímann.

En gott consept. Er eiginlega - eins og sést á þessari færslu - mjög ringluð varðandi álit mitt á myndinni.
En ætli það sé ekki pínu tilgangurinn.

Að verða ringlaður?
Fokking Paprika!


Shutter Island

Svo hef ég ætlað að blogga um Shutter Island lengi, kannski bara tilvalið að blogga um hana hérna með Papriku þar sem hún ruglaði líka pínu í hausnum á mér.


Er hann geðveikur? Eru þeir vondir? Er hann heilbrigður? Hvað er að gerast! AAAAAAAA!

Mér finnst öll umgjörð myndarinnar æðisleg.

Landslagið, tímabilið, vitnanirnar í seinni heimsstyrjöld (ó já, ég er með pervertískan* áhuga á WW2) - þetta er allt svo vel gert að ég hugsaði aldrei "pff feik!"


Eitt reyndar, hún hafði ekki þau áhrif á mig að ég væri að horfa á actual events - eins og mér leið þegar ég horfði á Anne Frank, the Whole Story - heldur gerði ég mér alveg grein fyrir því að ég var að horfa á bíómynd.
Semsagt, hún fangaði mig ekki eins mikið og hin átakanlega saga Önnu - enda ég kannski tengdari þeirri sögu en þessari.

Mér fannst Leonardo standa sig frábærlega, hafði ótrúlega mikla samúð með honum. Hataði karakter Ben Kingsleys þangað til í endann, þó ég reyndar verði að segja að ég eeeeelska Ben Kingsley. Einn af mínum uppáhalds, og ótrúlegt en satt þá er það vegna hæfileika, ekki kynþokka. Reyndar fór eiginkonukarakterinn fáŕánlega mikið í taugarnar á mér, en svo í endann þá meikaði hún sens svo ég fyrirgaf henni það.

En já, þessi mynd fokkaði mér verulega upp - sem var eflaust markmið hennar. Þegar plottið kom í ljós í endann var ég bara HAAA? NEEEEEI WTH! og svo var ég í smá sjokki alla leiðina út í bíl hugsandi "ég trúi ekki að þetta hafi verið svona.."

Svo velti maður fyrir sér hvort hann hefði í raun verið heilbrigður, en þeir platað hann og við öll sannfærst líka. Ekki skrítið að þessi mynd sé með 8.1 í einkunn á IMDb.

Hún fengi svona hátt frá mér allavega líka.


-Miriam

*þegar ég segi pervertískan þá meina ég bara
mjög mikinn áhuga.

1 comment: