Um daginn var ég veik heima hjá mér og allt í volli og sá frétt á visi.is um að síðasta eintakið af lista Schindlers væri nú á uppboði.
Þá fékk ég skyndilega hugdettu.
Nei, ég ákvað ekki að bjóða einhverjar milljónir í listann, heldur ákvað ég að horfa á myndina. Af því að ég hafði aldrei séð hana.
Ótrúlegt en satt.
Og ég byrjaði að horfa, í ágætum gæðum á internetinu. Á meðan ég beið eftir að myndin bufferaðist þá googlaði ég allan fjandann um þennan lista, Oscar Schindler og fólkið sem var á honum. Komst að því að tvær gells sem hétu Miriam voru á listanum. Beat that Íslendingar!
Segi svona.
Allavega,
hef alltaf heyrt góða hluti um þessa mynd, að hún sé einhver besta mynd í geimi.
Og mér finnst það.
Ég elskaði að hún væri svarthvít, hjálpaði algjörlega upp á trúverðugleika myndarinnar.
Annars þá fannst mér hún ótrúlega vel leikin, Ben Kingsley náttúrulega einn af mínum uppáhalds og svo var Liam Neeson alveg fáránlega góður sem Oscar Schindler.
Hún er sennilega ein af fáum myndum sem ég fyrirgef fyrir að vera á ensku - yfirleitt finnst mér náttúrulega ótrúlega asnalegt þegar fólk talar ensku með þessum og hinum hreim en það sem var að gerast í myndinni og umgjörðin og allt varð til þess að ég pældi ekki í því. Reyndar er myndin á þýsku og pólsku líka, og eitthvað á hebresku en Spielberg ákvað að hafa hana á ensku líka svo dramatíkin næði í gegn - hann vildi ekki að fólk hefði ástæðu til að horfa af því sem var að gerast á skjánum og á texta.
Mjög skiljanlegt. Fær stórt kúdos frá mér fyrir það.
Þetta er einhver átakanlegasta mynd sem ég hef séð á ævinni. Birtir svo lifandi mynd af þessum atburðum, þegar nasistarnir eru að hreinsa úr gettóinu og fólk er að fela sig í veggjum húsanna og í húsgögnum var eitthvað það hræðilegasta sem ég veit um. Svo æða þeir um og skjóta bara í veggi og hvað sem er. Engin von.
Get einmitt ímyndað mér að þetta hafi verið nákvæmlega eins og þetta var í alvöru (enda byggt á frásögnum þeirra sem lifðu af)
Litla stelpan í rauðu kápunni er líka fáránlega epískt atriði, hefði viljað trúa því að hún myndi lifa af. Las mér einmitt til um þetta og þetta var víst byggt á sannsögulegum atburðum en einn af þeim sem Oscar bjargaði hafði séð litla stelpu í bleikri kápu hlaupa í ringulreiðinni án þess að neinn tæki eftir henni en var svo drepin af nasistum beint fyrir framan hann.
Stelpan í rauðu kápunni er eitt af fáum atriðum í myndinni sem eru í lit, en hin eru kertin í byrjun og enda myndar. Kertin í byrjuninni brenna út og samkvæmt því sem ég las einhverstaðar þá sagði Spielberg að reykurinn táknaði ösku brennandi líkanna í útrýmingarbúðunum en í endann loga kerti sem eiga að tákna von.
Mér finnst þetta rosalega flott pæling.
Ég er ótrúlega heilluð af þessari mynd.
Ætla að horfa á hana sem fyrst aftur, sennilega með það í huga líka að taka betur eftir öllum smáatriðunum sem ég er búin að lesa um síðan ég sá hana.
Ætla svo að fara að horfa á The Pianist bráðum.
-Miriam
Saturday, March 27, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott færsla. 7 stig.
ReplyDeleteÞað er orðið mjög langt síðan ég sá þessa. Ég man mjög lítið eftir henni...