Monday, March 29, 2010
The Good Heart
Um daginn (as in fyrir frekar löngu) fórum við í bíó að sjá The Good Heart.
Ég vissi ótrúlega lítið um þessa mynd, man að þegar ég heyrði af henni fyrst þá áttaði ég mig ekki einu sinni á því að hún væri eftir Íslending.
Það fyrsta sem ég tók eftir var það hversu dökkir og drungalegir litirnir í henni voru. Ég er mjög litrík manneskja og finnst alltaf voða gaman þegar hlutir eru litrikir og skemmtilegir.
Oft virka dökkir litir á mig þannig að ég verð þreytt og á erfitt með að fylgjast með. Alls ekki alltaf. Alls ekki. En oft.
Gerði það reyndar ekki á The Good Heart.
Mér fannst nefnilega gaman að sjá breytinguna á því að vera í dökka og drungalega barnum og fara svo yfir til Karabískahafsins þegar Jacques var búinn að fá hjartað og leið vel og þá var allt svo bjart og happy.
Eflaust engin pæling á bakvið þetta, en litir hafa alltaf mikil áhrif á mig.
Allavega, mér fannst leikurinn góður, ég þoldi reynar ekki gelluna. Áttaði mig ekki á því fyrst hvort hún væri semi-þroskaheft eða hvort hún átti að vera frönsk.
Svo reyndar komst ég að því að gellan sem leikur April, Isild de Besco, er frönsk.
Greyið hún að hljóma soldið þroskaheft.
Hún bara fór í taugarnar á mér. En, eftir að við töluðum við Dag Kára þá var ég alveg sammála því að hún átti að vera þarna og að hún hefði ekki átt að fá meiri athygli.
Enda mikið klippt út af henni.
Mér fannst eitt lýti vera á myndinni. Sem betur fer var það mjög snemma í henni. Dauði kötturinn, ég skil alveg þetta með að drepa köttinn en hann var bara svo ótrúlega óraunverulegur að maður datt í svona brúðuleikaragírinn.
Á soldið brútal sick hátt.
Það sem ég er að reyna að segja er að hann var svo óraunverulegur að allt sem átti að heita raunverulegt við myndina hvarf og maður fór úr þetta gæti verið raunverlegt í að hugsa vá hvað þetta er mikið feik!
En sem betur fer var ekta gæs notuð. Ég reyndar í sakleysi mínu hugsaði "æ nei það verður keyrt á gæsina!!" þegar hann hleypur á eftir henni í annað skiptið. Úps.
Annars þá fannst mér myndin góð og Jacques og Lucas skemmtilegir karakterar. Eða, skemmtilegir as in áhugaverðir. Naut þess mikið að horfa á þá kynnast og breytast. Svo voru allir karakterarnir á barnum í miklu uppáhaldi. Þeir gætu þessvegna verið efni í heila mynd. Mjög skemmtilegt að nota spunann þarna, fannst það alveg virka.
Ég gæti alveg hugsað mér að horfa á þessa mynd aftur - sérstaklega til að taka eftir ýmsum smáatriðum. Og sjá árekstraratriðið aftur (shit!).
-Miriam
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Fín færsla. 6 stig.
ReplyDelete