Saturday, October 31, 2009

Aukapakki

Svona í tilefni þess að það er sunnudagur og að ég eyddi allri helginni minni í að lesa Íslandssögu 19. aldar þá ætla ég að blogga um þátt.
Já ég sagði það,
þátt sem ég sá, á Norske Radio 1.

Það má, right?

Annars er þetta bara gaman.
Ég sat semsagt og fletti milli stöðva á miðvikudagskvöldi og lét mér leiðast þegar ég lenti allt í einu á raunveruleikaþættinum Undercover Princes. Ó já, það er eins gott og það hljómar.


Hann fjallar um þrjá prinsa, frá sitthvoru ríkinu, sem vantar maka. Þeir eru sendir til Brighton þar sem þeir búa saman og hafa 6 vikur (held ég) til þess að finna einhvern sem þeir gætu hugsað sér að bjóða með sér heim í ríki sitt og kannski að lokum giftast. En þeir eru í "dulargervi" sem venjulegir menn og mega ekki tilkynna neinum að þeir séu prinsar fyrr en síðasta daginn.

Einn þeirra er frá Zulu ríki í Afríku og heitir því einfalda og skemmtilega nafni Africa Zulu. Hann er voða einfaldur og hefur sterkar skoðanir um það hvernig allt á að vera.
,,A woman should be beautiful. Personality doesn't matter very much, we can always work on that later." (með svona afrískum hreim)
Hann átti einnig æðislegt móment þar sem þeir félagar fóru að sjá hundakapphlaup og hann var stórhneykslaður á því að hundarnir fengu engin laun fyrir að sigra.
,,But the dogs, they do not get any money?
Why is this?"


Síðan er prins númer tvö. Remigius Kanagaraja frá Sri Lanka. Hans vandamál er að konan sem hann deitar bara bókstaflega verður að vera of aristocratic stock. Hann hljómar voðalega kvenlega og er algjör pempía en þó, ekki eins slæmur og prins númer þrjú....

Nefnilega prins Manvendra Singh Gohil úr ríkinu Rajpipla á Indlandi. Og hann er nefnilega samkynhneigður. Já, eini erfingi hins 600 ára gamla konungsdæmis Rajpipla á Indlandi er samkynhneigður. Og hann er í Brighton til að finna sér maka. Í einum þættinum þá dettur honum reyndar í hug að hann gæti verið tvíkynhneigður þar sem hann hafi heldur aldrei verið með konu. Svo hann ákveður að reyna að vera karlmannlegur og prófa. Africa reynir að kenna honum karlmennskutakta en það rennur allt út í sandinn. Líka mjög áhugavert að sjá hann horfa á klám.
Gæti þetta verið betra.

Þættirnir fylgjast með daglegu lífi þeirra, þegar þeir fara að versla, þegar þeir elda saman, þegar þeir rífast, grínast og fara á stefnumót með mismunandi konum (og körlum). Allt er þetta góð skemmtun og raunveruleikaþáttur eins og þeir gerast bestir.

Kem kannski með uppfærslu á þessum skemmtilegu herbergisfélögum eftir að ég sé hvernig þetta endar!

Annars þá er ekki annað hægt en að benda á þessa stórskemmtilegu síðu.




Takk fyrir mig!

Friday, October 30, 2009

The Ugly Truth

Föstudagskvöld Airwaves hátíðarinnar hjá mér byrjaði á Off-Venue tónleikum hjá Dynamo Fog í Kaffistofunni á Hverfisgötu.
Síðan var ferðinni heitið í einhverja afslöppun til klukkan 10. Hinsvegar á leiðinni í strætó var gengið fram hjá Regnboganum og ákveðið að skella sér bara í bíó. Svona upp á flippið.

Óplönuð bíóferð, eftir tvo ótrúlega vonda Freyju-bjóra.
Ágætt.

Myndin sem varð fyrir valinu var The Ugly Truth. Langt síðan ég hef farið á stelpumynd í bíó.
Hún kom mér skemmtilega á óvart.

Ég fór gjörsamlega með úldnum hug á þessa mynd, bjóst ekki við neinu.
Hún byrjar ekkert svo voðalega spennandi, vinkona mín (sú sama og vildi ganga út af Daytime Drinking) vildi líka ganga út af þessari. En, við þraukuðum fyrsta korterið og þá hún var bara hin ágætasta skemmtun.

Eitt af því sem fór í taugarnar á mér var persónan Joy. Persóna eins og Joy virðist vera í tísku í svona stelpu myndum og sé ég varla tilganginn. Hún er þessi taugaóstyrka vinkona sem lifir á spennu í lífi aðalpersónunnar.
Flestar línur hennar kölluðu fram svona "ehhhh.. heh..heh..."
Semsagt alls ekki fyndnar.
Og það virðist vera sem næstum því sama leikkonan leiki þær alltaf því þær eru nánast eins í hverri einustu mynd. Allavega í minningunni eftir á.

Hinsvegar fannst mér Gerald Butler ágætur í myndinni, enda mjög heitur og örlítið hívaða-Miriam gæti hafa pælt meira í ágætum hans sem kjötstykkis en leik hans í myndinni sjálfri.

Eins, undarlega og það hljómar, sýnir myndin - að mínu mati - alveg ágætlega hvernig samskipti kynjanna eru gjarnan en, sem betur fer vita flestir betur en svo að trúa því að svona eigi þetta að vera. punktur.

Annað sem fór í taugarnar á mér var loftbelgsatriði í endann en þau eru svo ótrúlega augljóslega fyrir framan green screen að ég gat eiginlega ekki fylgst með því sem þau voru að segja heldur fylgdist ég frekar með contrastinu á milli gæðanna á fólkinu í loftbelgnum og gæðanna á bakgrunninum fyrir aftan. Sem var langt frá því að vera raunverulegt.

Annars,
eins mikið og ég er ekki mikill aðdáandi chick-flicks þá skemmti ég mér nokkuð vel á þessari mynd, ég hló alveg helling - sem er gott!
En alls ekkert meistaraverk er hún.

danke schön, bitte bitte
Miriam

Monday, October 19, 2009

Am I Black Enough For You?


Síðasta myndin sem ég sá á RIFF var myndin Am I Black Enough for You?
Ég valdi hana aðallega vegna titlsins, þarf ég að útskýra það eitthvað nánar...

Myndin er heimildarmynd um svarta tónlistarmanninn Billy Paul, sem ég hafði enga hugmynd um hver væri, líf hans, tónlistarferil en inn í þetta blandaðist jafnréttisbarátta svertingja í Bandaríkjunum.

Ég verð að segja að mér þótti þessi mynd mjög áhugaverð. Billy Paul er einn af þeim tónlistarmönnum sem átti mjög marga smelli á sínum tíma en hefur þó ekki grætt stórlega á þeim, en útgáfufyrirtækið sem gaf út lögin eftir hann seldi þau hans og græddu sjálfir á þeim án þess að hann hefði hugmynd um það. Og það sorglega við það að hann hafði litið á þessa menn sem vini sína. Hann kemur þó enn fram og á sinn aðdáendahóp sem virðist vera það stór að ég undra mig á því að hafa aldrei heyrt um hann áður.

Myndin er bæði sorgleg og fyndin í senn, hann talar um afa sinn og ömmu en amma hans varð að flýja með öll börnin eftir að Ku Klux Klan hengdi afann fyrir að "eiga of stórt land" en sá hluti myndarinnar var vægast sagt óhugnalegur.
En til að bæta upp fyrir þetta er Billy Paul mjög stríðinn og oft var sagt frá hlægilegum atburðum í lífi hans. Hann hefur einnig verið með sömu konunni í mörg ár og er hún umboðsmaðurinn hans í dag.

En ég ætla ekki að kjafta frá allri myndinni. Hún er vel tekin, yfirleitt á stöðum sem eru frekar venjulegir í lífi Billys. Eins og í bílnum með honum eða í sófanum heima hjá honum. Auk þess er rætt við fleiri tónlistarmenn sem hafa fengið innblástur frá honum, gamla vini sem og einn af þeim félögum hans sem áttu útgáfufyrirtækið.
Þó má þess geta að þeir virðast nú hafa lagt ágreiningsmál sín á hilluna.
Mæli eindregið með þessari mynd, sérstaklega fyrir aðdáendur soul tónlistar.

Ég fylgdist líka með Q&A eftir myndina, en hún er tekin upp af Svíum. Eitt sem mér fannst mjög, tja, krúttlegt, er að þegar Svíarnir reyndu að hafa samband við umboðsmenn Billys þá héldu þau að þetta væri eitthvað grín og þvertóku fyrir það að leyfa þeim að taka upp mynd. En þau héldu áfram að hringja þangað til að Billy og hans fólk gáfust upp og úr varð þessi áhugaverða mynd.



Monday, October 12, 2009

Daytime Drinking

Biðst afsökunar á því að hafa ekki bloggað fyrr um seinni tvær myndirnar sem ég sá á Riff, en vegna persónulegra ástæðna hef ég ekki getað komið mér að því að blogga sem ég ætla þó að gera núna.

Ég skellti mér á Day Time Drinking eitt föstudagseftirmiðdegi á Riff með vinkonu minni. Ég vildi frekar fara á aðra mynd sem var í boði á þeim tíma en henni fannst Day Time Drinking hljóma áhugaverðari.

Allt í lagi, við fórum á hana.
Vinkona mín var síðan sú sem byrjaði að suða í mér eftir hálftíma hvort við gætum farið af henni.

Myndin var óhemju löng, ótrúlega langt var á milli fyndna atriða og var aðdragandi þeirra oft svo langur að þegar punchline-ið kom þá var maður orðinn svo þreyttur á því að bíða að það fór gjörsamlega framhjá manni.

Las síðan í dagskránni að þetta væri frumraun leikstjórans sem samdi auk þess handritið og alla tónlistina í myndinni, hann hefur kannski ekki átt svona fína klippitölvu eins og við (sem ég á enn eftir að prófa nota bene) því ég er ekki frá því að myndin hefði mögulega getað verið hin ágætasta skemmtun ef hún hefði verið styttri og betur klippt.

En, hann fær þó stig að vera að gera mynd um dagdrykkju í Norður Kóreu. Ekki eins og maður hafi eitthvað búist við því að sjá myndir þaðan, hvað þá um drykkfeldan ungan mann sem lendir í allskonar rugli. Og þá erum við að tala um aaalllskooonar rugl, einkar óheppinn ungur maður þessi strákur, aðalpersónan. Kómískt oft á tíðum.

En þessi mynd, var því miður of langdregin til að vera skemmtileg, ef ég fengi að læsa mínum klippiklóm í hana þá gæti ég eflaust lagað hana til, og samt er ég nákvæmlega enginn meistari í því!