Já ég sagði það,
þátt sem ég sá, á Norske Radio 1.
Það má, right?
Annars er þetta bara gaman.
Ég sat semsagt og fletti milli stöðva á miðvikudagskvöldi og lét mér leiðast þegar ég lenti allt í einu á raunveruleikaþættinum Undercover Princes. Ó já, það er eins gott og það hljómar.
Hann fjallar um þrjá prinsa, frá sitthvoru ríkinu, sem vantar maka. Þeir eru sendir til Brighton þar sem þeir búa saman og hafa 6 vikur (held ég) til þess að finna einhvern sem þeir gætu hugsað sér að bjóða með sér heim í ríki sitt og kannski að lokum giftast. En þeir eru í "dulargervi" sem venjulegir menn og mega ekki tilkynna neinum að þeir séu prinsar fyrr en síðasta daginn.
Einn þeirra er frá Zulu ríki í Afríku og heitir því einfalda og skemmtilega nafni Africa Zulu. Hann er voða einfaldur og hefur sterkar skoðanir um það hvernig allt á að vera.
,,A woman should be beautiful. Personality doesn't matter very much, we can always work on that later." (með svona afrískum hreim)
Hann átti einnig æðislegt móment þar sem þeir félagar fóru að sjá hundakapphlaup og hann var stórhneykslaður á því að hundarnir fengu engin laun fyrir að sigra.
,,But the dogs, they do not get any money?
Why is this?"
Síðan er prins númer tvö. Remigius Kanagaraja frá Sri Lanka. Hans vandamál er að konan sem hann deitar bara bókstaflega verður að vera of aristocratic stock. Hann hljómar voðalega kvenlega og er algjör pempía en þó, ekki eins slæmur og prins númer þrjú....
Nefnilega prins Manvendra Singh Gohil úr ríkinu Rajpipla á Indlandi. Og hann er nefnilega samkynhneigður. Já, eini erfingi hins 600 ára gamla konungsdæmis Rajpipla á Indlandi er samkynhneigður. Og hann er í Brighton til að finna sér maka. Í einum þættinum þá dettur honum reyndar í hug að hann gæti verið tvíkynhneigður þar sem hann hafi heldur aldrei verið með konu. Svo hann ákveður að reyna að vera karlmannlegur og prófa. Africa reynir að kenna honum karlmennskutakta en það rennur allt út í sandinn. Líka mjög áhugavert að sjá hann horfa á klám.
Gæti þetta verið betra.
Þættirnir fylgjast með daglegu lífi þeirra, þegar þeir fara að versla, þegar þeir elda saman, þegar þeir rífast, grínast og fara á stefnumót með mismunandi konum (og körlum). Allt er þetta góð skemmtun og raunveruleikaþáttur eins og þeir gerast bestir.
Kem kannski með uppfærslu á þessum skemmtilegu herbergisfélögum eftir að ég sé hvernig þetta endar!
Annars þá er ekki annað hægt en að benda á þessa stórskemmtilegu síðu.
Síðan er prins númer tvö. Remigius Kanagaraja frá Sri Lanka. Hans vandamál er að konan sem hann deitar bara bókstaflega verður að vera of aristocratic stock. Hann hljómar voðalega kvenlega og er algjör pempía en þó, ekki eins slæmur og prins númer þrjú....
Nefnilega prins Manvendra Singh Gohil úr ríkinu Rajpipla á Indlandi. Og hann er nefnilega samkynhneigður. Já, eini erfingi hins 600 ára gamla konungsdæmis Rajpipla á Indlandi er samkynhneigður. Og hann er í Brighton til að finna sér maka. Í einum þættinum þá dettur honum reyndar í hug að hann gæti verið tvíkynhneigður þar sem hann hafi heldur aldrei verið með konu. Svo hann ákveður að reyna að vera karlmannlegur og prófa. Africa reynir að kenna honum karlmennskutakta en það rennur allt út í sandinn. Líka mjög áhugavert að sjá hann horfa á klám.
Gæti þetta verið betra.
Þættirnir fylgjast með daglegu lífi þeirra, þegar þeir fara að versla, þegar þeir elda saman, þegar þeir rífast, grínast og fara á stefnumót með mismunandi konum (og körlum). Allt er þetta góð skemmtun og raunveruleikaþáttur eins og þeir gerast bestir.
Kem kannski með uppfærslu á þessum skemmtilegu herbergisfélögum eftir að ég sé hvernig þetta endar!
Annars þá er ekki annað hægt en að benda á þessa stórskemmtilegu síðu.
Takk fyrir mig!
Þetta er fáránlega fyndið konsept. Þú hefur örugglega séð Coming to America, er það ekki?
ReplyDelete5 stig.
Með meistara Eddie? Hehe jú, hana hef ég séð, bjóst bara ekki beint við svona raunveruleikaþætti í alvörunni. Finnst þetta geðveikt.
ReplyDelete