Friday, October 30, 2009

The Ugly Truth

Föstudagskvöld Airwaves hátíðarinnar hjá mér byrjaði á Off-Venue tónleikum hjá Dynamo Fog í Kaffistofunni á Hverfisgötu.
Síðan var ferðinni heitið í einhverja afslöppun til klukkan 10. Hinsvegar á leiðinni í strætó var gengið fram hjá Regnboganum og ákveðið að skella sér bara í bíó. Svona upp á flippið.

Óplönuð bíóferð, eftir tvo ótrúlega vonda Freyju-bjóra.
Ágætt.

Myndin sem varð fyrir valinu var The Ugly Truth. Langt síðan ég hef farið á stelpumynd í bíó.
Hún kom mér skemmtilega á óvart.

Ég fór gjörsamlega með úldnum hug á þessa mynd, bjóst ekki við neinu.
Hún byrjar ekkert svo voðalega spennandi, vinkona mín (sú sama og vildi ganga út af Daytime Drinking) vildi líka ganga út af þessari. En, við þraukuðum fyrsta korterið og þá hún var bara hin ágætasta skemmtun.

Eitt af því sem fór í taugarnar á mér var persónan Joy. Persóna eins og Joy virðist vera í tísku í svona stelpu myndum og sé ég varla tilganginn. Hún er þessi taugaóstyrka vinkona sem lifir á spennu í lífi aðalpersónunnar.
Flestar línur hennar kölluðu fram svona "ehhhh.. heh..heh..."
Semsagt alls ekki fyndnar.
Og það virðist vera sem næstum því sama leikkonan leiki þær alltaf því þær eru nánast eins í hverri einustu mynd. Allavega í minningunni eftir á.

Hinsvegar fannst mér Gerald Butler ágætur í myndinni, enda mjög heitur og örlítið hívaða-Miriam gæti hafa pælt meira í ágætum hans sem kjötstykkis en leik hans í myndinni sjálfri.

Eins, undarlega og það hljómar, sýnir myndin - að mínu mati - alveg ágætlega hvernig samskipti kynjanna eru gjarnan en, sem betur fer vita flestir betur en svo að trúa því að svona eigi þetta að vera. punktur.

Annað sem fór í taugarnar á mér var loftbelgsatriði í endann en þau eru svo ótrúlega augljóslega fyrir framan green screen að ég gat eiginlega ekki fylgst með því sem þau voru að segja heldur fylgdist ég frekar með contrastinu á milli gæðanna á fólkinu í loftbelgnum og gæðanna á bakgrunninum fyrir aftan. Sem var langt frá því að vera raunverulegt.

Annars,
eins mikið og ég er ekki mikill aðdáandi chick-flicks þá skemmti ég mér nokkuð vel á þessari mynd, ég hló alveg helling - sem er gott!
En alls ekkert meistaraverk er hún.

danke schön, bitte bitte
Miriam

2 comments:

  1. "...og örlítið hívaða-Miriam gæti hafa pælt meira í ágætum hans sem kjötstykkis en leik hans í myndinni sjálfri." Fyndið. En er það samt ekki einn megintilgangur hans í myndinni?

    Skemmtileg færsla. 5 stig.

    ReplyDelete
  2. Haha, jú.. Mögulega.
    Hans hlutverk var samt að leika e-ð svona, að-því-er-virðist-macho-fífl sem konur eiga að geta samsvarað við alla þá karlmenn sem hafa farið illa með þær og það að hann er síðan mjög kjarklaus eitthvað inn við beinið á örugglega að vera einhver huggun fyrir æðra kynið.
    Held ég, fékk þá tilfinningu. Eftir á.

    ReplyDelete