Biðst afsökunar á því að hafa ekki bloggað fyrr um seinni tvær myndirnar sem ég sá á Riff, en vegna persónulegra ástæðna hef ég ekki getað komið mér að því að blogga sem ég ætla þó að gera núna.
Ég skellti mér á Day Time Drinking eitt föstudagseftirmiðdegi á Riff með vinkonu minni. Ég vildi frekar fara á aðra mynd sem var í boði á þeim tíma en henni fannst Day Time Drinking hljóma áhugaverðari.
Allt í lagi, við fórum á hana.
Vinkona mín var síðan sú sem byrjaði að suða í mér eftir hálftíma hvort við gætum farið af henni.
Myndin var óhemju löng, ótrúlega langt var á milli fyndna atriða og var aðdragandi þeirra oft svo langur að þegar punchline-ið kom þá var maður orðinn svo þreyttur á því að bíða að það fór gjörsamlega framhjá manni.
Las síðan í dagskránni að þetta væri frumraun leikstjórans sem samdi auk þess handritið og alla tónlistina í myndinni, hann hefur kannski ekki átt svona fína klippitölvu eins og við (sem ég á enn eftir að prófa nota bene) því ég er ekki frá því að myndin hefði mögulega getað verið hin ágætasta skemmtun ef hún hefði verið styttri og betur klippt.
En, hann fær þó stig að vera að gera mynd um dagdrykkju í Norður Kóreu. Ekki eins og maður hafi eitthvað búist við því að sjá myndir þaðan, hvað þá um drykkfeldan ungan mann sem lendir í allskonar rugli. Og þá erum við að tala um aaalllskooonar rugl, einkar óheppinn ungur maður þessi strákur, aðalpersónan. Kómískt oft á tíðum.
En þessi mynd, var því miður of langdregin til að vera skemmtileg, ef ég fengi að læsa mínum klippiklóm í hana þá gæti ég eflaust lagað hana til, og samt er ég nákvæmlega enginn meistari í því!
Monday, October 12, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég veit ekki hvort mér fannst klippingin það versta við myndina, en það var margt að í þessari mynd. Hins vegar held ég að þetta hefði getað orðið ágæt mynd ef hún hefði verið gerð af meiri fagmennsku.
ReplyDelete4 stig.