Monday, March 29, 2010

Kóngavegur


Örstutt blogg um Kóngaveg og fyrra bloggið af tveimur þar sem ég lofsama kynþokka Daníels Bruhls.

Jæja.
Ég sá Trailerinn af Kóngavegi og var svona, jah.. mjeh. en ákvað samt að fara á hana.
Eftir á að hyggja sé ég soldið eftir þessum 1200 krónum sem ég borgaði fyrir myndina. Hún var allt í lagi og eiginlega ekkert meira en það. Mér fannst hugmyndin nefnilega vera ágæt, eins óreiðukennd og hún var en oftast fannst mér vanta eitthvað aaaðeins upp á að hún hefði getað orðið mun betri en hún var.
Fannst allt í lagi líka að fá leikstjórann í heimsókn og áhugavert að heyra aðeins um störf hennar þó hún hafi ekki talað nærri eins mikið um myndina og flestir sem hafa komið.

Nenni eiginlega ekki að hafa þetta lengra.
Þetta var góð skemmtun, hefði samt eflaust kunnað að meta hana meira ef ég hefði horft á hana heima hjá mér á Rúv með snakk og kók en að hafa borgað mig inná hana.

Ágætis skemmtun.
Fín mynd.
Daníel Bruhl var heitur.
Hefði viljað hann í hverju einasta atriði.

Annars, þá hefði myndin hækkað um trilljón í gæðum ef dansinn hefði verið með.
My opinion!

-Miriam

1 comment: