Tuesday, April 13, 2010

Inglorious Basterds

Þessi færsla verður væntanlega lengri en hin.
Og sú seinni þar sem ég vegsama kynþokka Daníel Bruhls. Hann er svo hot! Talar öll þessi tungumál og e-ð!

Anyway.
Byrjum á byrjuninni. Kaflaskipt, klassískur Quintin Tarantino. Var annars lítið að pæla í honum þar sem ég var að sjá þessa mynd í fyrsta sinn og búin að byggja upp þvílíkar væntingar.

Fannst byrjunin mjög flott og gamaldags, gaman að sjá nöfnin áður en myndin byrjaði, svona eins og í gamla daga. Gamalt er gott. Fann strax á mér hvernig fyrsta atriðið myndi enda þegar Hans Landa (Christoph Waltz sem stóð sig fááránlega vel. Ótrúlega flottur leikur!) mætti á franska sveitabýlið. Setti mjög tóninn fyrir mynd sem átti eftir að vera stórgóð.

Fannst í sannleika sagt leikararnir allir frábærir, meira segja Brad Pitt sem ég er yfirleitt ekki mikill aðdáandi af, sýnir stórglæsilegan leik. Kunni vel að meta þekkt andlit eins og Diane Kruger, Eli Roth og auðvitað Daniel Bruhl og hún Mélanie Laurent í hlutverki Shoshönnu var frábær. Myndin byggist í kringum Operation Kino sem snýst um að drepa alla helstu leiðtoga nasista þegar þeir eru á sama stað, við frumsýningu myndar sem persóna Daniel Bruhls lék í um afrek sjálfs síns. Aðdragandinn að Operation Kino snerist aðallega um plön Shoshönnu um að kveikja í kvikmyndahúsinu og plön bastarðanna að sprengja það í loft upp. Voru tvö atriði sem snerust aðallega um það, planið þeirra Shoshönnu og svarta aðstoðarmannsins að bæta við myndbút og kveikja svo í gömlum filmum.
  • Fannst myndin skemmtilega brotin upp með fræðslubútnum um filmur og hversu hratt þær fuðra upp. Gaman líka útaf við höfum verði að læra um þær.
  • Fannst líka ótrúlega flott það sem þau bættu við myndina. Þar sem hún talar niður til nasistanna og biður þá um að minnast andlits gyðingsins sem er að fara að drepa þau.
Og svo var það langa atriðið á kránni þar sem þeir áttu að hitta frk. Von Hammersmark til að fá upplýsingar frá henni en svo fór allt til fjandans vegna þess að einhver nasistagrey voru að halda upp á fæðingu barns eins þeirra og eru alltaf að skipta sér af.
Myndin er augljóslega þaulúthugsuð, ég fattaði engan veginn þetta með puttana fyrr en Von Hammersmark útskýrði hvernig þýski foringinn hefði fattað að Wilhelm Wicki var breskur en ekki þýskur.
Varð sjúklega pirruð á Hans Landa þegar hann fann skóna hennar Von Hammersmark og notaði þá svo til að tengja hana við staðinn. Ég varð reyndar mjög hissa í endann þegar hann biður um grið og vill fá að flytja til Bandaríkjanna. Það kom mér mjög á óvart, bjóst einhvern veginn ekki við því að hann myndi standa við sinn hluta samningsins og skjóta Aldo og Smithson þegar þeir voru handjárnaðir.
En svo voru það þeir sem sviku samninginn. Ekki að ég hafi orðið eitthvað sár útaf því.

Annars að aðalatriði myndarinnar. Daniel Bruhl. Djók. Operation Kino. Mjög erfitt að taka eitthvað mark á Aldo sem Ítala með þennan stífa suðurríkja hreim. Ótrúlega fyndið samt. Hinir tveir, Omar og Eli, voru alveg trúlegir, töluðu alveg ágætis ítölsku.
  • Þessi mynd var náttúrulega algjört æði fyrir manneskju sem vill að fólk tali sitt tungumál í bíómyndum. Fannst það frábært. Algjört tungumálarúnk í gangi, falleg franska, karlmannleg þýska; Málabrautar-Miriam fannst það osom.

Ég bjóst eiginlega við því að Operation Kino myndi fara úrskeiðis, enda gerði hún það á einhvern hátt - þar sem Shoshanna og Frederick Zoller drepa hvort annað, þá var ég eitthvað "bíddu, náði hún að setja myndina í gang, ó mæ god hvað gerist núna"
  • Ég sensaði annars ótrúlega mikla strauma á milli þeirra og vil meina að ef þetta stríð hefði ekki verið, foreldrar hennar ekki drepnir af nasistum, þá hefði ég viljað trúa því að þau hefðu bara verið happy couple. - Þó svo að hún virðist hafa verið eitthvað að dúlla sér með svarta gæjanum, Jacky.
Og svo auðvitað er Von Hammersmark drepin af Hans Landa og Aldo handsamaður af honum líka. Veit reyndar ekki alveg hvað Smithson var að gera þegar hann var handsamaður, náði því ekki. En hann var allavega þarna, eflaust búinn að vera að hjálpa til.
Svo náttúrulega fer allt eiginlega í gang í einu, myndin breytist í mynd Shoshönnu, allir fá sjokk, Jacky kveikir í filmunum, Omar og Eli byrja að skjóta Goebbles og Hitler til fjandans og líka allt fólkið og svo... svoooo springa sprengjurnar.
Þannig að þeir lifa ekki af heldur. Hefði nú alveg verið til í að seinni heimsstyrjöldin hefði bara endað svona.

Aðrir hlutir sem mér fannst góðir við myndina:
  • Hún var alvörugefin en samt fyndin. Ekki hægt að gera grínmynd um þetta efni nema hún sé alvörugefin líka. Kunni vel að meta.
  • Fötin og leikmyndin. Kunni mjög vel að meta.
  • Daniel Bruhl að tala frönsku. Kunni vel að meta.
  • Leikararnir trúlegir og meira segja Martin Wuttke soldið líkur Hitler. Reyndar á frekar kómískan hátt.
  • Pælingin með að merkja nasista með hakakrossöri sem þeir geta aldrei tekið af sér.
  • Persónusköpunin: The Bear Jew og aðrir eftirminnilegir karakterar sem mér fannst mjög gaman að.

Fannst reyndar leitt að allir bastarðarnir hefðu dáið nema Aldo og Smithson en það þarf náttúrulega að fórna sér fyrir málstaðinn.

Án efa ein af betri myndum sem ég hef séð og ég ætla klárlega að horfa á hana aftur, jafnvel eignast hana.

-Miriam

ps. Daniel Bruhl, ich liebe dich!

1 comment:

  1. Mjög flott færsla um snilldarmynd. Ég þarf klárlega að fara að horfa á hana aftur.

    10 stig.

    ReplyDelete