Tuesday, April 13, 2010

PANTAÐ BLOGG

Já, ég er blogg-crazy í kvöld. Þriðja bloggið mitt.

Hvað fannst mér um þetta námskeið.

Til að byrja með, eða svona áður en þetta byrjaði var ég sjúklega pirruð yfir því að vera í skólanum til 5 á miðvikudögum. En ég var fljót að sætta mig við það. Get ekki sagt að ég hafi haft einhverjar svaka væntingar til námskeiðisins, þ.e.a.s. ég vissi eiginlega ekki neitt um þetta því ég skráði mig upphaflega í ítölsku sem var síðan ekki kennd og kvikmyndagerð var varaval hjá mér - sem ég man reyndar ekki eftir að hafa pælt mikið í.

EN

Mér er samt búið að finnast þetta æðislega gaman og ég er búin að kynnast fólki sem ég hefði eflaust ekki kynnst annars. Búin að fá að sjá myndir og heyra hvað leikstjórum þeirra fannst um þær og gerð þeirra og fór að pæla aðeins meira í hlutum eins og ferlinu að búa til mynd.
Því þetta er mega ferli.

Fannst áhugavert að læra um notkun myndavélarinnar og allskonar svona og maraþonmyndin lagðist heldur betur vel í mig.
Sérstaklega eftir að við áttuðum okkur á því að við höfðum lagt alveg mjög mikla vinnu í hana miðað við suma og fengum svo góða einkunn. Ég btw hélt að þú - Siggi - værir að hæðast að mér þegar þú sagðir að ég hefði sýnt stórleik.
Hló samt bara að því.

Kannski ég á framtíð fyrir mér í kvikmyndaiðnaðinum, hver veit!

Mér fannst æðislega gaman að búa til myndina og bara myndirnar yfir höfuð og oft fínt að eyða einum degi vikunnar í að sitja á ógeðslega ömurlegum stólum til að horfa á myndir.
Vona að þú reddir e-m púðum fyrir næsta ár eða færir þetta í kennslustofu.
Þetta var fáránlega vont fyrir bakið!

Ég hefði eiginlega viljað búa til fleiri myndir, jafnvel eitthvað svona föndur. Mjög stuttar playmo-kallamyndir eða eitthvað.
Og eins mikið skemmtilegt og mér fannst að gera heimildarmyndina okkar, og ég veit að við eyddum alveg fáránlega miklum tíma í hana, þá finnst mér heimildarmyndargerðin vera soldið dodgy því það getur farið svo rosalega mikill tími í hana og mikið vesen.

Frekar en að læra frekar bara um heimildarmyndir, horfa á einhverjar góðar, eins og við gerðum og gera fleiri myndir sem snúast út á sköpunargáfu.
Það er kannski bara ég.
Mig langar nefnilega svo fáránlega mikið að gera þessa fokking stuttmynd sem á að vera lokaverkefni en við erum bara í svo mikilli tímaþröng öll eitthvað.
Eiginlega ekkert hægt að gera.
Ég gæti svosem dundað mér við að búa til stopmotion playmokallamynd en ég nenni því eiginlega ekki þegar ég er að reyna að læra fyrir próf.

Einn af göllunum líka er, finnst mér, að við erum alveg fáránlega mörg á þessu námskeiði og það er ein myndavél og ein klippitölva (bjargaði okkur að Doddi á ofur-tölvu með forritinu) og það getur skapað vandamál þegar það þarf að púsla saman dögum og svona.

Væri alveg osom ef það væru margar myndavélar!!! - Ég læt mig dreyma!

En já
svo eitt með bloggin.
Mér finnst að það ættu að vera stig fyrir komment á blogg og að ég hefði átt að fá 10 stig fyrir að fá komment frá Sjón. Ég meina what up! Tvö komment frá celeb.

Annars þá finnst mér líka oft eins og að ef ég blogga eitt blogg um tvær myndir þá sé ég að fá færri stig en ef ég myndi hafa þetta í tveim bloggum. Kannski bara ég.

Má alveg taka þetta til athugunar.

Svo finnst mér að það ætti ekki að vera stúdentspróf í þessu fagi.
Frekar símat. Veit samt að þetta átti að vera þannig upphaflega, right?
En bara svona, mín skoðun. Erfitt að prófa í þessu!

Allavega.
Þetta er alveg búið að vera mjög finn áfangi, hata ekki bíómyndir, hata ekki blogg og hata ekki sköpunargleði.
Ýmislegt sem má laga en annars bara nokkuð gott, fínt að taka smá tilbreytingu frá sífelldum latínulestri og þessháttar leiðindum.

-Miriam

2 comments:

  1. Fínar athugasemdir. Sammála mörgu. 10 stig.

    Og jú, klárlega bloggmóment vetrarins þegar Sjón kommentaði hjá þér!

    ReplyDelete
  2. Greetings from Finland. This blog is fun to explore, through other countries, people, culture and nature. Come on you look at pictures Teuvo blog. Also tell all your friends know why you should visit Teuvo pictures blog. Therefore, to obtain your country's flag to rise above the country's flag on my blog collection. Merry February Teuvo Vehkalahti Finland

    ReplyDelete