Saturday, February 27, 2010

Léon, the Professional


Rólegt föstudagskvöld eftir fáránlega brútal viku og myndin sem varð fyrir valinu var myndin Léon, The Professional.
Hafði aldrei heyrt um þessa mynd, viðurkenni það - skömmustuleg, og var því algjörlega ómeðvituð um hvað hún snerist.

Hún er semsagt um hinn ítalska Léon (Jean Reno - einn af mínum uppáhalds) sem er leigumorðingi og er fáránlega fær í því sem hann gerir. Líf hans er vanafast og er endalaus rútína aftur og aftur. Hann sefur alltaf sitjandi, með annað augað opið og drekkur bara mjólk. Sjúklega harður gæji. Og svo er hann alltaf með svona John Lennon-gleraugu. Snilld.

EN síðan einn daginn bjargar hann lífi stúlkunnar Mathildu (Natalie Portman - myndin sem kom henni á stjörnuhimininn) sem býr í blokkinni og eftir það verður ekki aftur snúið. Hann kennir henni, að hennar eigin ósk, að verða leigumorðingi þar sem hún vill hefna fyrir dauða litla bróður síns.
Myndin er sjúklega spennandi, hjartnæm og átakanleg í senn og ekki skrítið að hún sé nr. 34 af topp 250 myndunum á imdb.com

Samband Léon og Mathilda er örlítið skrítið þar sem hún segist vera 18 ára þegar hún er í rauninni 12 ára og heldur því fram að hún elski Léon, sem hefur ekki elskað neina manneskju síðan hann var 18 ára sjálfur. Þau eru því bæði hálfbrenglaðir karakterar og kannski þessvegna sem þau finna huggun í hvoru öðru.

Leikurinn í myndinni er stórgóður og Léon virðist vera ultimate glæpamaður miðað við hversu lúmskur hann er. Eitt sem ég fattaði mjög seint var að "vondi kallinn" í myndinni er í rauninni, spillt lögga. Þ.e. hann stundar eiturlyfjaviðskipti en er í rauninni með allan lögregluflotann undir sinni stjórn ef hann þarf á honum að halda.

En ég er mjög ánægð með að hafa séð þessa mynd, fannst hún alveg frábær.
Mæli eindregið með henni,
stórgóð!

-Miriam

1 comment: