Á miðvikudeginum fyrir tveim vikum varð siðferðiskennd mín fyrir sjokki. Verulegu sjokki. Við horfðum á myndina Man Bites Dog.
Hún er mockumentary frá Belgíu sem var framleidd af nokkrum kvikmyndagerðarnemum á mjög litlu budget-i.
Hún á semsagt að vera um það að hópur kvikmyndagerðarmanna er að taka upp heimildamynd um mann sem heitir Benoît Poelvoorde og virðist við fyrstu sýn vera ósköp venjulegur maður sem kynnir heimildamyndarmönnunum fyrir fjölskyldu sinni, sem hann á í góðu sambandi við.
En það sem við fáum síðan að vita er að Benoît er gjörsamlega siðblindur morðingi sem drepur fólk sér til skemmtunar og til þess að græða á því pening. Fyrst var maður svona... haha.. vá hvað þetta er kaldhæðin mynd.
Og í svona fyrstu tökunum þar sem hann er að henda niður líkunum ofan af kletti og í eitthvað vatn þá var ég eitthvað flissandi. En það hætti þegar á leið þar sem myndin varð grófari og grófari og það eina sem ég hugsaði var "hvað í andskotanum er ég að horfa á?"
Sum atriðin voru svo gróf að litla sálin hún Miriam gat ekki einu sinni fengið sig til þess að horfa á þau.
Sérstaklega atriðið þar sem þeir voru að nauðga konunni, maður hefur nú séð sitthvað ógeðslegt um ævina, en þetta átti ég erfitt með að horfa á. Get fullyrt að við fórum öll út úr stofunni eftir myndina með andlitin steinrunnin.
Shit.
Þessi mynd er augljóslega gerð til þess að hneyksla fólk og koma því í opna skjöldu og... það tókst eiginlega of vel. Er ennþá í sjokki yfir myndinni. En á undarlegan hátt finnst mér þó eins og ég sé örlítið svona, meðvitaðri um eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er, eftir að hafa horft á hana.
Kannski það að þetta er ógeðslega sick heimur sem við búum í og maður veit greinilega ekkert hvað er að gerast í hausnum á næsta manni.
Hún heitir líka á frönsku C'est arrivé près de chez vous sem þýðir "það gerðist nálægt þér" - sem er frekar ógnvekjandi, miðað við hversu sick mynd þetta er. Ég get samt sagt að ég hafi verið heilluð á því hvað þetta var allt raunverulegt. Á tímabili var ég svo dottin inn í myndina að ég trúði bara að þetta væri bara alvöru heimildarmynd um alvöru siðblindan mann. Sem er hræðilega scary. Fannst líka smá erfitt að horfa á hvað honum sjálfum fannst þetta eðlilegt. Þetta var bara það sem hann gerði, gaman að drepa póstmenn, gamalt fólk er auðveldara skotmark. Voða eðlilegt. Voða ógnvekjandi.
Þessvegna verð ég eiginlega að mæla með þessari mynd við alla þá sem ég þekki og eru ekki viðkvæmir og hafa annars áhuga á bíómyndum.
-Miriam
Friday, February 26, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Mér finnst alltaf pínu óþægilegt að sýna nauðgunarsenuna, en mér finnst þetta mjög góð mynd. Og eftir því sem ég sé hana oftar þá átta ég mig betur á því að hún er ekki bara um Ben, heldur er hún líka um tökuliðið og það hvernig þeir sogast dýpra og dýpra í þessa geðveiki.
ReplyDelete7 stig.