Tuesday, February 2, 2010
Le Petit Nicolas
Í síðustu viku gerði ég þriðju og síðustu tilraunina til að sjá Petit Nicolas í bíó. Hafði reynt tvisvar áður og í bæði skiptin var uppselt. Mætti frekar snemma og keypti mér miða og popp og...pepsi. Af því að Háskólabíó er ekki með kók.
Held að það sé vegna þess að pepsi og popp stuðlar betur en popp og kók. En það er misskilningur þeirra í Háskólabíó að það sé kúl. Það vita allir að tvennan er popp og kók - eða ekkert.
Við höfðum verið látin lesa smá búta úr sögunum um Lása litla í frönsku og fundust mér þær skemmtilegar - upp að því marki sem ég skildi allavega.
Myndin Petit Nicolas er hreint út sagt frábær. Minnir mann á sakleysi barnæskunnar á glettinn hátt og sýnir jafnframt vel tíðarandann í Evrópu á þeim tíma sem hún gerist.
Allir gömlu bílarnir, gömlu hjólin, 60's fötin og húsgögnin, förðunin og hugsunarhátturinn - allt svo vel gert og fyllt svo mikilli nostalgíu að maður var hálf dolfallinn yfir því.
Leikurinn var stórgóður að mínu mati og greinilegt að Frakkar eiga gott úrval leikara þar í landi. Held að ég hafi hlegið alla myndina, kómísk og brandararnir voru ekki þannig að maður þyrfti eitthvað sérstaklega að skilja frönsku - sem betur fer.
Eitt af því sem mér fannst flottast við myndina var introið. Það var svona eins og úr pappa, eitthvað sem krakki hefði föndrað. Ótrúlega flott. Reyndi að finna það á youtube en gekk ekki svo ég ákvað að finna frekar mynd af því, eiginlega eins og teikningarnar í bókunum sjálfum.
Hefði án efa skellt mér á hana aftur hefði ég haft tíma og því ætla ég pottþétt að kaupa myndina eða niðurhala henni. Fór úr salnum með bros á vör og gleði í hjarta yfir einfaldleika og gleði barnæskunnar.
Mæli eindregið með þessari mynd. Cet un film magnifique!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ég man ekki alveg eftir byrjuninni - held samt að ég hafi alveg mætt á réttum tíma í bíó... En sammála því að þetta var stórfín mynd, fyndin og alveg hrikalega krúttleg.
ReplyDelete6 stig.