Thursday, January 28, 2010

Notorious

Fyrir viku horfðum við á Notorious eftir meistara Hitchcock.
Ég og Tommi vorum einmitt með fyrirlestur um hann en ég náði ekki að horfa á myndina þá svo mér fannst bara fínt að fá að sjá hana svona í tíma.

Eins mikið og ég elskaði Ingrid Bergman í Casablanca þá fór hún pínu í taugarnar á mér í þessari mynd. Veit ekki alveg, en hún var alveg jafn falleg þrátt fyrir það - passaði líka vel inn í hlutverkið sem dóttir einhvers nasistagæja. Wunderbar.

Eitt sem ég tók eftir að mér þætti flott við myndina var lýsingin. Kannski var það hvernig ljósið féll á andlitið á Bergman, kannski bara birtuskilyrðin sem myndin var tekin við. En það heillaði mig allavega.

Huglæga skotið þegar hún liggur í rúminu og Devlin kemur inn hafði eiginlega þau áhrif á mig að mér leið eins og ég væri sjóveik. Eða að detta.
Annars fannst mér myndin góð, söguþráðurinn allt í lagi. Sumt svolítið óljóst, kannski vegna þess að hún kom út árið 1946 og stríðinu bara nýlokið.

Get þó sagt að mér fannst hún alveg það góð að ég gæti alveg horft á hana aftur.
En mundi samt ekki leigja hana sjálf.

1 comment:

  1. Góður punktur með lýsinguna á Ingrid Bergman. Lýsing á kvenstjörnum í Hollywood á þessum tíma (og fyrr) er alveg kapítuli útaf fyrir sig í kvikmyndasögunni. Meginhlutverk kvikmyndatökumannsins var iðulega að kvenstjarnan væri sem allra fallegust. T.d. voru stærstu stjörnurnar á þessum tíma (Marlene Dietrich, Greta Garbo o.fl.) alltaf með sama kvikmyndatökumanninn. Ef þér finnst lýsingin í nærmyndunum af Bergman sérstök í þessari mynd, þá ættirðu að sjá Dietrich í myndunum sem Josef von Sternberg leikstýrði. Þar er lýsingin fáránleg.

    5 stig.

    ReplyDelete