Vil byrja á að benda á að það er fáránlega erfitt fyrir mig að skrifa bara Miri, ekki Miriam. Ruglast næstum því alltaf. Enda hét gellan í myndinni Miriam, bara kölluð Miri (hæfæv fyrir að nafnið mitt skyldi koma fram í mynd! næsone)
Myndin er semsagt um vinina Zack og Miri sem búa saman við ákaflega þröngan kost og þegar þau eru alveg að verða uppiskroppa um hugmyndir um að græða pening dettur þeim í hug að það gæti verið góð hugmynd að taka upp klámmynd til að græða pening. Þau fá vini og kunningja til að hjálpa sér og eru svo með áheyrnaprufur fyrir leikara. Auk þess sem þau hyggjast koma fram í myndinni sjálf, en það kemur svo á daginn að þau fara að verða afbrýðissöm út í hvort annað og eftir senuna á milli þeirra fara tilfinningarnar að trufla þau.
Það sem kom mér helst á óvart var hvað það var mikil nekt í myndinni. Ekki að það hafi farið í mínar fínustu, langt því frá, maður er bara ekki vanur að sjá bandarískar myndir innihalda brjóst og kynlíf sem er ekki undir sæng eða verulega klippt.
Gnægð er af góðum leikurum í þessari mynd, t.d. Seth Rogen sem leikur meðal annars í Pinapple Express (sem ég horfði á í gær og hló óstjórnanlega mikið yfir), Craig Robinson sem lék einnig í Pinapple Express, Jeff Anderson (lék í Clerks) og Jason Mewes, einn af uppáhalds karakterunum mínum ever - Jay (Jay and Silent Bob). Gaman að sjá hann stutthærðan og frekar-mikið-naktann.
Auk þess má nefna að Elizabeth Banks fékk hlutverk Miri í myndinni eftir að Rosario Dawson hafnaði því (hefði nú ekki hatað að sjá hana leika Miri, þó svo að Elizabeth hafi alls ekki staðið sig illa).
Er ég að gleyma einhverju?
Jaa.. myndin heitir nú Zack and Miri make a porno svo það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart að tvær yndisfríðar klámmyndaleikkonur hafi verið fengnar til að leika í henni.
Þær Katie Morgan (Roxanne) og Traci Lords (Bubbles) stóðu sig bara prýðilega í myndinni, meira segja í þeim senum þar sem þær höfðu línur og þurftu á leikhæfileikum að halda.
Myndin er fyrst og fremst gamanmynd sem snerti mínar fínustu hláturstaugar, finnst mjög gaman að gera grín af lélegum handritum klámmynda og samtölunum sem eru í þeim en sérstaklega þótti mér fyndin hugmyndin um að nota Star Wars sem grunnhugmynd að klámmynd.
Hló mjög mikið yfir því.
*spoiler*
Varð eiginlega fyrir jafn miklum vonbrigðum og persónurnar þegar sú hugmynd klúðraðist þegar stúdíóið var rifið. En neyðin kennir naktri konu að spinna - þá var að nota það sem hendi var næst: vinnustað Zeths. Kaffihús..
Myndin endaði þó voða krúttlega en á fyndinn hátt. Kannski ekki eitthvað sem ég ætla að kjafta frá hérna, fannst hún mjög góð - ekki nein tæknileg snilld. Bara mjög skemmtileg mynd, sem ég býst samt eiginlega ekki við að horfa aftur á fyrr en ég verð búin að gleyma þessu bloggi og um hvað myndin er.
-Miriam
Myndin er semsagt um vinina Zack og Miri sem búa saman við ákaflega þröngan kost og þegar þau eru alveg að verða uppiskroppa um hugmyndir um að græða pening dettur þeim í hug að það gæti verið góð hugmynd að taka upp klámmynd til að græða pening. Þau fá vini og kunningja til að hjálpa sér og eru svo með áheyrnaprufur fyrir leikara. Auk þess sem þau hyggjast koma fram í myndinni sjálf, en það kemur svo á daginn að þau fara að verða afbrýðissöm út í hvort annað og eftir senuna á milli þeirra fara tilfinningarnar að trufla þau.
Það sem kom mér helst á óvart var hvað það var mikil nekt í myndinni. Ekki að það hafi farið í mínar fínustu, langt því frá, maður er bara ekki vanur að sjá bandarískar myndir innihalda brjóst og kynlíf sem er ekki undir sæng eða verulega klippt.
Gnægð er af góðum leikurum í þessari mynd, t.d. Seth Rogen sem leikur meðal annars í Pinapple Express (sem ég horfði á í gær og hló óstjórnanlega mikið yfir), Craig Robinson sem lék einnig í Pinapple Express, Jeff Anderson (lék í Clerks) og Jason Mewes, einn af uppáhalds karakterunum mínum ever - Jay (Jay and Silent Bob). Gaman að sjá hann stutthærðan og frekar-mikið-naktann.
Auk þess má nefna að Elizabeth Banks fékk hlutverk Miri í myndinni eftir að Rosario Dawson hafnaði því (hefði nú ekki hatað að sjá hana leika Miri, þó svo að Elizabeth hafi alls ekki staðið sig illa).
Er ég að gleyma einhverju?
Jaa.. myndin heitir nú Zack and Miri make a porno svo það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart að tvær yndisfríðar klámmyndaleikkonur hafi verið fengnar til að leika í henni.
Þær Katie Morgan (Roxanne) og Traci Lords (Bubbles) stóðu sig bara prýðilega í myndinni, meira segja í þeim senum þar sem þær höfðu línur og þurftu á leikhæfileikum að halda.
Myndin er fyrst og fremst gamanmynd sem snerti mínar fínustu hláturstaugar, finnst mjög gaman að gera grín af lélegum handritum klámmynda og samtölunum sem eru í þeim en sérstaklega þótti mér fyndin hugmyndin um að nota Star Wars sem grunnhugmynd að klámmynd.
Hló mjög mikið yfir því.
*spoiler*
Varð eiginlega fyrir jafn miklum vonbrigðum og persónurnar þegar sú hugmynd klúðraðist þegar stúdíóið var rifið. En neyðin kennir naktri konu að spinna - þá var að nota það sem hendi var næst: vinnustað Zeths. Kaffihús..
Myndin endaði þó voða krúttlega en á fyndinn hátt. Kannski ekki eitthvað sem ég ætla að kjafta frá hérna, fannst hún mjög góð - ekki nein tæknileg snilld. Bara mjög skemmtileg mynd, sem ég býst samt eiginlega ekki við að horfa aftur á fyrr en ég verð búin að gleyma þessu bloggi og um hvað myndin er.
-Miriam
Hefði Rosario Dawson ekki verið allt of falleg í þetta hlutverk? Ég er ekki viss um að mér hefði þótt hún trúverðug sem smábæjarlúser...
ReplyDeleteEn jú, þetta var skemmtileg mynd. Skrýtin blanda af krúttlegri rómantík og grófum kúk-, piss- og typpahúmor, en einhvern veginn gekk það upp.
6 stig.