Ég fór á Mömmu Gógó síðasta sunnudag og ákvað að bjóða mömmu minni með í bíó. Ég var með þeim yngstu í salnum og ég sver, ég hef aldrei verið svona lengi út úr sal eftir bíómynd.
Allt þetta hæga gamla fólk. Og tröppur. Mjög sætt.
Ég vissi ekki alveg út í hvað ég var að fara á Mömmu Gógó. Vissi lítið um söguþráðinn. Fannst einhvern veginn eins og þetta ætti ekki að vera að gerast akkúrat í nútímanum, ég var kannski of mikið að setja Friðrik Þór inn í þetta.
En góð ádeila á okkar tíma samt. Vísitölur og skuldabréf.
Þessi mynd er án efa ein af sætustu myndum sem ég hef séð og í fyrsta sinn í langan tíma táraðist ég í bíó af annarri ástæðu en að Lord of the Rings tríólógían væri búin eða eitthvað ámáta kjánalegt.
Alltaf jafn sorglegt þegar fólk týnist inn í heim alzheimersjúkdómsins og þessi mynd sýndi ótrúlega vel hversu erfitt það er fyrir bæði sjúkling og aðstandendur.
Það sem mér fannst eiginlega best við myndina var landslagsatriði þar sem hún fékk far með látnum eiginmanni sínum og við sjáum fallegan gamlan bíl og fallegt landslag í langri senu. Svo stígur hún út úr bílnum og hann keyrir tómur í burtu.
Og jú líka öll atriðin sem voru sýnd úr gömlu myndunum þar sem Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson eru ung því þau pössuðu svo vel inn í myndina núna.
Ég veit eiginlega ekki hvort ég vilji vera að kryfja þessa mynd eitthvað til mergjar.
Er næstum því viss um að hún verður ódauðleg í íslenskri kvikmyndasögu.
Allavega fannst mér hún frábær, fyndin og sjúklega falleg.
Ástin sigrar í endann, gotta love it!
Takk fyrir mig, Mamma Gógó!
-Miriam
Sunday, January 17, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Sammála með tímasetninguna. Hún á væntanlega að gerast þarna 1991, þegar Börn náttúrunnar kemur út, en Friðrik gerir í raun enga tilraun til þess að búa til "períóðu", væntanlega vegna peningaleysis.
ReplyDeleteÁgæt færsla. 5 stig.