Monday, January 11, 2010

Bjarnfreðarson


Jæja, síðasta sunnudag fór ég á Bjarnfreðarson ásamt kærum vinkonum mínum tveimur.
Ég er svo heppin að þekkja ólíklegasta fólk og þessvegna þurfti ég ekki að borga mig inn.
Vúbbedídú. Sjúklega næs.

Ég horfði á alla Næturvaktina, sá ekki alla Dagvaktina og sá mjög lítið af Fangavaktinni, en þó - ég þekki karakterana nógu vel til að ég var ekkert týnd í bíó þarna á sunnudaginn.
Það liggur við að ég hefði getað séð Bjarnfreðarson án þess að hafa séð Vaktirnar og samt vera ekkert týnd - en þó, sumt hefði komið afar spánskt fyrir sjónir.

Mér fannst mjög gaman að fá leikstjórann í heimsókn enda fékk ég svör við mikið af pælingum í þeim tíma. Svona eins og þegar ég hugsaði "vóóóóó er Georg hommi?!" - ætla að túlka þetta sem að hann sé bara svona stórt barn sem vantaði e-n til að leika við.
Á tímabili var ég reyndar búin að gleyma Flemming Geir (sem ég sá í Mjóddinni um daginn BTW!) og hugsaði þá alltaf "Georg hefur aldrei stundað kynlíf". En einhvern veginn komst krakkinn undir. Svo..

En byrjum á byrjuninni.
Myndin sjálf.

Mér finnst eins og ég sé alltaf að segja að mér finnist myndir æðislegar. Svo.. ég ætla að segja að mér hafi fundist hún stórkostlega góð.
Bara til að breyta út á vanann.

Ég elskaði að fá að vita forsöguna um Georg, skoða barnæskuna hans og fröken Bjarnfreði. Get eiginlega ekki lýst því hvað ég var reið út í hana. Svona miðað við að ég þoldi ekki Georg í Næturvaktinni en svo fékk ég allt aðra sýn á hann á Bjarnfreðarsyni. Enda markmiðið með myndinni nokkurn veginn.

Öll atriðin sem sýndu uppvöxt hann voru mér mjög að skapi, elska svona blast to the past dæmi. Sérstaklega Ísland á þessum tíma. Eina sem böggaði mig reyndar pínu er Keflavíkurgangan. Voða fámenn eitthvað.
Langaði að taka alla litlu Georgana og knúsa þá - svo litlir og sætir og rauðhærðir og misskildir greyin. Pældi mjög mikið í öllu tengdu barnæsku hans, fötunum og öllum öðrum leikmunum. Virkilega vel gert að mínu mati.

Myndin var bara æðislega fyndin yfir höfuð, stundum svona pínu lítið vandræðaleg og oft sem mig langaði að stökkva inn í og slá Ólaf þegar hann var leiðinlegur við Georg. En það lagaðist í endann.
Ég fékk reyndar á tilfinninguna að ökukennarinn hefði verið hommi þó að ég hafi alveg séð það fyrir mér að hann og kona Daníels myndu enda saman. Hann var bara svo hommalegur greyið. Að búa til e-n fkn ostarétt sem ég get ekki einu sinni ímyndað mér að geta búið til sjálf.
allavega.. nóg um það.
Fannst gaman að sjá Ólaf Ragnar blómstra í stúdíó FM 957 - enda Pétur Jóhann vanur því umhverfi - en hann er náttúrulega táknmynd þessarar týpu, sem ég vanalega þoli ekki svo innilega. En þar sem hann er svolítið misheppnaður líka þá get ég ekki annað en elskað Forsetann.

Fannst þetta hreint út sagt æðisleg mynd bara,
en ég pældi annars lítið í einhverjum tökum og tækniatriðum, var svo heilluð af söguþræðinum. Sökk algjörlega í hann.
Mynd sem ég ætla klárlega að horfa á aftur sem fyrst, í engum vafa um það!

-Miriam-sem-var-statisti-í-loka-atriði-Dagvaktarinnar-þegar-Ólafur-fer-á-froðudiskó-á-Benidorm-osom!

1 comment: