Thursday, February 4, 2010
anne frank, the whole story
Um daginn var ég heima hjá mér veik og vafraði um netið eins og gjarnan er gert þegar maður liggur upp í rúmi með fartölvu allan daginn.
Á sunnudegi nokkrum rakst ég á mynd sem er öll inni á youtube, þriggja klukkustunda löng í 19 hlutum. Hvaða mynd? Mynd sem ég hafði aldrei heyrt um áður þó að sagan væri mér mjög kunn.
Nefnilega myndin Anne Frank, The Whole Story. Hún er ekki byggð á dagbókarskrifum stúlkunnar Anne Frank sem eru heimsfræg heldur ævisögu hennar sem kom út á síðasta áratug 20.aldar eftir Melissu Müller. En Melissa þessi notaði dagbókina og aðrar upplýsingar um líf Anne til þess að fylla í eyðurnar.
Ég hef alltaf verið heilluð af sögu Anne Frank, hef lesið mér til um hana ótrúlega oft - þó ekki lesið dagbókina sjálfa. Veit ekki hvort ég legg í hana. Og þessvegna ákvað ég að horfa á þriggja tíma langa mynd á youtube.
Mér þykir þessi mynd alveg frábær, það er allt ótrúlega vel gert. Það eina sem ég hef út á hana að setja er að það fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér að sjá fólk sem á ekki að vera enskumælandi tala ensku. Fullt af SS-liðum sem töluðu ensku með þýskum hreim, nema ef þeir voru að tala sín á milli eitthvað sem var ekkert voðalega merkilegt en maður áttaði sig á því að þeir voru reiðir og að tala um gyðinga - það var á þýsku.
Tungumálafríkið Miriam lét þetta fara smá í taugarnar á sér. Annars, vóg svo margt annað upp á móti að ég get ekki verið að láta þetta fara of mikið í taugarnar á mér. Myndin á það ekki skilið, sérstaklega þar sem það eru mörg önnur tungumál töluð en aðallega enska, í aðstæðum sem enska ætti ekki að vera töluð. En, ég veit ég veit, markaðshópurinn. Jájá.
En í myndinni er fjallað um sögu Anne og fjölskyldu hennar, fyrir stríð og á meðan þau eru í felum. Vissulega er giskað í einhverjar eyður en að öðru leyti virðist mikið af því sem gerist í myndinni vera sögulega rétt.
Eitt sem mér þótti vissulega frábært við myndina var hversu Hannah Taylor-Gordon, sem lék Anne, er ótrúlega lík henni og mér fannst ég á tímabili (þegar ég virkilega datt inn í myndina) eins og ég væri bara að horfa á alvöru Anne.
Og hún var ekki sú eina sem var lík þeirri persónu sem hún lék; Ben Kingsley fer frábærlega með hlutverk Otto Frank, föður Anne og smellpassar í hlutverkið bæði sem leikari og útlitslega séð. Væntanlega verið valið með tilliti til þess.
Það sem ég á við er að leikurinn er ótrúlega góður og leikararnir trúverðugir í sínum hlutverkum.
Annað sem vert er að minnast á eru útrýmingarbúðirnar og það allt í myndinni, er ótrúlega vel gert. Förðunin, fötin og leikmyndin er fyrsta flokks og greinilegt að mikið hefur verið lagt í hana. Enda væri það algjör synd ef þessi mynd væri á einhvern hátt léleg.
Veit þó ekki hvort ég muni horfa á hana aftur í bráð því ég veit að ég mundi bara grenja ennþá meira í annað skiptið. Ætla að láta trailerinn fylgja með fyrir áhugasama.
Svo er sennilega vert að minnast á að myndin hefur hlotið og verið tilnefnd til margra verðlauna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott færsla. 8 stig.
ReplyDeleteGóður punktur með enskumælandi nasista. Mér finnst í raun allt í lagi að láta þá tala ensku, en mér finnst alltaf jafn fáránlegt að láta þá tala ensku með þýskum hreim. Eitt fáránlegasta dæmið um þetta er þegar ég tók þýsku myndina Das Boot á vídjóleigu (á VHS). Þegar ég var kominn með hana heim þá komst ég að því að hún var ekki bara döbbuð, heldur töluðu Þjóðverjarnir með þýskum hreim (og ef mig misminnir ekki þá eru bara Þjóðverjar í myndinni)!!!