Djók. Whale Watching Massacre.
En samt. Hvaða máli skiptir það.
Ég var semsagt í bíó. Komst ekki með hópnum vegna þess að klukkan 18:00 sat ég á bílastæðinu fyrir utan sjoppuna í Búðardal. Búðardalur, tölum aðeins um hann.
Nei annars, þetta blogg hefur tilgang:
REYKJAVÍK WHALE WATCHING MASSACRE!!!!!
arrrrr....
okey, þessi mynd.
Ég byrjaði á því að vera geðveikt jolly og hugsa "Haha íslenskt djamm!" horfandi á fyrstu atriðin. Ekki það að ég stundi að fá mér kókaín inn á klósetti. Byrjunin ágæt.
Splatter-dæmi hefst. Ég byrja að forðast að horfa á myndina meir og meir.
Mér fannst tónlistin mjöööög góð, það sem var fyndið var sjúkt fyndið og blóðið og það gums allt var oftast vel gert, nema þegar hausar fuku af búk.
Alls enginn stórleikur. Langt frá því að vera Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu kvikmyndina.
Ein spurning samt?
*spoiler alert*
Afhverju þarf negrinn alltaf að deyja?
Ég hélt með honum.
Maður hatar það ekki þegar svarti maðurinn segir "What the fuck!?!" eða "Oh daaaamn!" - ávallt gott.
Var alveg temmilega hrædd við fólkið á skipinu. Samt bara vegna þess að mér fannst þau ekki hafa neina ástæðu til að vera svona reið. Kom allavega ekki fram, nema augljóslega að pabbinn var dáinn. Og jú þau voru öll frekar kúkú í hausnum.
Fannst fyndið á ofur kjánalegan hátt þegar gellan í endann heldur áfram að trúa því að hvalir séu fallegar verur sem ætla bara að bjarga okkur... Ekki bara maðurinn sem er morðóður (Hvölum til varnar þá var það - augljóslega - "Killer-whale" sem var þarna á ferðinni. Gamli góði Keikó.).
Myndinni tókst samt sem áður að fæla mig frá því að vilja fara í hvalaskoðunarferð aftur. En ég hef gert það einu sinni, ætli maður leyfi þessum greyjum ekki að eiga sitt næði.
Henni tókst það samt ekki með stórleik og einhverju æðisgengnu handriti, eiginlega bara vegna þess að ég er klígjugjörn og vil ekki vera myrt á hvalveiðiskipi. Næst þegar einhver bíður mér á fyllerí kvöldið fyrir meinta hvalaskoðunarferð þá held ég að ég hugsi mig tvisvar um áður en ég afþakka og fer aftur upp á hótel.
Hinsvegar skemmti ég mér vel á henni þar sem ég pældi ekkert mikið í kostum og göllum á meðan á henni stóð.
Góða nótt.
Hæ Miriam Petra,
ReplyDeleteég rakst á bloggfærsluna þína og það gleður mig að þér hafi fundist myndin ágætis skemmtun. Með það var lagt upp. En ástæðan fyrir því að ég skrifa er spurning þín um það afhverju blökkumaðurinn þurfi alltaf að deyja. Í þessu tilfelli er lokaatriðið innblásið af lokaatriði Night of the Living Dead, en þar er góði blökkumaðurinn skotinn fyrir misskilning. Þetta er sem sagt staðfesting á því að heimssýn myndarinnar er neikvæð, henni lýkur ekki á sátt heldur sundrungu þar sem hið illa (Endo) sleppur en sakleysið (Annette) bíður ósigur.
Bestu kveðjur,
Sjón
Jújú, ég skildi það svosem alveg. Finnst dauði blökkumannsins bara vera orðið þreytt og klisjukennt því um leið og myndin byrjaði og hann mætir niður á höfn þá svona veit maður að hann mun deyja. Var samt mjög sátt við að hann væri samkynhneigður (á einhvern ótrúlega undarlegan hátt) kannski bara vegna þess að það var góð leið til að forðast einhver svona leiðinda kossaatriði.
ReplyDeleteÍ þessu tilfelli skiptir ekki neinu máli hvort hann er svartur eða ekki. Ef hann hefði verið rauðhærður og skeggjaður á færeyskri lopapeysu þá hefði hann líka þurrkast út í lokauppgjörinu; þar falla báðar alpha-male persónur myndarinnar ...
ReplyDeleteBk,
S.
Ég er ekkert að segja að það hafi verið einhverjir fordómar þarna...alls ekki.. fannst þetta bara vera orðið svolítið tíbískt hehe, en ég vissi nú alveg fyrirfram að örlög flestallra mundu enda hrikalega - enda gefur nafn myndarinnar það sterklega í skyn. Maður er bara orðinn svo vanur úr Hollywood að þar er svarti maðurinn einhver sem maður hefur samúð með og svo deyr hann. Var nú aðallega almenn pæling hjá mér frekar en að skjóta á myndina eina og sér.
ReplyDeleteEn fannst það ágætt að þeir dæju báðir á sama tíma (var fegin að svarti maðurinn náði allavega að skjóta Helga..)
Hinsvegar, ef við pælum aðeins í þessu þá hefði mér þótt skemmtilegt að hafa alpha-male færeying í myndinni. Ég hefði verið til í einn þannig.
Skemmtilegt að fá komment frá Sjón á bloggið. Hann varð á undan mér að benda á þessa vísun í Night of the Living Dead. Raunar fannst mér hún það augljós að ég vissi strax í upphafi þessarar senu að svarti maðurinn yrði skotinn, sem er kannski ekki af hinu góða.
ReplyDeleteÞað er gott að þú hafðir gaman af myndinni. Ég held að krakkarnir sem mættu á 6-sýninguna hafi kannski æst upp í hvor öðrum neikvæðnina.
Varðandi Endo sem einhvers konar birtingarmynd hins illa, þá finnst mér að það hefði mátt vinna betur með það, gera það skýrara. Ég upplifði hana eiginlega meira sem tækifærissinna en beinlínis illa...
Og gerði háhyrningurinn virkilega eitthvað af sér? Ég bjóst eiginlega alveg við því að hann myndi tæta þær í sig (eins og þeir gera stundum við seli). Ég skildi þessa senu þannig að bandaríska tíkin hefði hent akkeri eða eitthverju álíka í hann, sem festist í honum, og svo hefði hann kafað og tekið björgunarbátinn með. Þannig að háhyrningurinn var eiginlega blásaklaus.
Fín færsla. 4 stig.
Haha, jú hann var kannski saklaus (sá það ekki vegna þess að ég var of hrædd og hélt fyrir augun...) og bandaríska oftrúarbeljan mátti alveg deyja fyrir mér en mér fannst þetta svo yndislega kómískt að hin gellan hefði verið eitthvað "they sing for their babies" og svo var hann eitthvað wraawwrrrr! Eða þú skilur. Hún deyr í endann, búin að missa trúnna á mannkyni og hvölum. Sem er fyndið. Á voða tíkarlegan hátt.
ReplyDeleteofsatrúarbeljan átti þetta að vera
ReplyDelete