-Innskot um For the love of Movies-
Á laugardaginn ákvað ég að beila á því að beila á For the love of Movies: The story of American Criticsm.Svo ég skokkaði úr Þjóðarbókhlöðunni yfir í Þjóðminjasafn í pínulítinn sal og settist niður.
Mér persónulega fannst myndin ekkert sérlega góð, þó að ég geri mér grein fyrir því að skap mitt var ekki beint að hjálpa við að líka vel við hana. En hún fjallar semsagt eins og nafn hennar gefur til kynna um kvikmyndagagnrýni.
Það besta við myndina var sennilega byrjunin þegar það var verið að fjalla um gömlu myndirnar, ég naut þess mest, og hló meira að segja nokkrum sinnum. Hinsvegar fannst mér hún vera langdregin og í endann var ég farin að óska þess að hún væri búin. En eins og áður kom fram var ég í tímaþröng og þessvegna var ég sennilega frekar óþolinmóð.
Hún hefði mátt vera aðeins styttri fyrir mitt leyti, en mér finnst mjög líklegt að þeir sem eru mjög áhugasamir um efni hennar hafi notið hennar mjög.
-Unmade Beds-
Á sunnudaginn skellti ég mér á Unmade Beds, og annað en á laugardaginn þá hafði ég tíma og þessi mynd var augljóslega eitthvað fyrir mig.
Held að ég hafi setið allan tímann með barnalegt glott á andlitinu. Fjallar um tvær manneskjur sem tengjast ekkert persónulega, nema þau enda bæði á sama tíma á kommúnu hústökufólks í London. Strákurinn er spænskur að leita að enskum föður sínum og stúlkan er frönsk að reyna að finna fótfestu í lífinu. Þau hugsuðu á sínu móðurmáli, svo myndin varð raunverulegri fyrir vikið.
Eitt sem fór í taugarnar á mér fyrst er að þeim fannst mjög sniðugt að hafa algjörlega allt úr fókus nema nákvæmlega það sem persónan átti að vera að horfa á, sem er sniðugt að vissu leyti, en þar sem ég sé mjög illa venjulega þá varð ég pínu rugluð á þessu og fannst eins og ég væri hætt að sjá almennilega með gleraugunum. Smá ringlun í gangi þar, en endurspeglaði þó að vísu sífellt drykkjuástand annarrar aðalpersónunnar.
Birtan í þessari mynd var mjög hlý og mér fannst mjög skemmtilegt hvernig polaroid myndum var blandað inn í söguþráðinn, en báðar aðalpersónurnar eiga polaroid vélar sem þau nota til að taka myndir af rúmunum sem þau sofa í (því þau enda sjaldnast í sama rúminu nótt eftir nótt, skemmtileg leið til að muna eftir þeim).
Tónlistin í myndinni var frábær, lög sem ég hafði aldrei heyrt áður en pössuðu algjörlega við atriðin sem þau áttu við. Var ég búin að minnast á að mér fannst hún líka ótrúlega fyndin?
Þó svo að ég hafi heyrt frá sessunaut mínum að ég hafi verið önnur af tveimur manneskjum sem hló mest á henni, ætli ég hafi ekki bara verið í kómísku skapi, en mér fannst hún frábær!
Auk þess, þrátt fyrir örlítin klisjulegan enda, þá var hann mjög óviðbúinn. Miðað við allt sem þau höfðu lent í þá gat maður allt eins búist við því að myndin mundi enda illa, fyrir að minnsta kosti annað hvort þeirra. En ég ætla ekkert að kjafta frá endinum gjörsamlega.
Eitt sem mér fannst æðislegt, það var hversu random hún var stundum. Stundum gerðist eitthvað sem var svo súrrealískt, eins og atriðið þegar tónlistarmyndbandið er tekið upp í kommúnunni (segi ekkert frekar) og allir eitthvað, í búningum. Setti skemmtilegan svip á allt.
Fannst þessi mynd frábær, búin að eyða miklum tíma í að troða mér inn í RIFF samtöl annarra til að mæla með henni. Góð mynd.
Takk fyrir mig.
Held að ég hafi setið allan tímann með barnalegt glott á andlitinu. Fjallar um tvær manneskjur sem tengjast ekkert persónulega, nema þau enda bæði á sama tíma á kommúnu hústökufólks í London. Strákurinn er spænskur að leita að enskum föður sínum og stúlkan er frönsk að reyna að finna fótfestu í lífinu. Þau hugsuðu á sínu móðurmáli, svo myndin varð raunverulegri fyrir vikið.
Eitt sem fór í taugarnar á mér fyrst er að þeim fannst mjög sniðugt að hafa algjörlega allt úr fókus nema nákvæmlega það sem persónan átti að vera að horfa á, sem er sniðugt að vissu leyti, en þar sem ég sé mjög illa venjulega þá varð ég pínu rugluð á þessu og fannst eins og ég væri hætt að sjá almennilega með gleraugunum. Smá ringlun í gangi þar, en endurspeglaði þó að vísu sífellt drykkjuástand annarrar aðalpersónunnar.
Birtan í þessari mynd var mjög hlý og mér fannst mjög skemmtilegt hvernig polaroid myndum var blandað inn í söguþráðinn, en báðar aðalpersónurnar eiga polaroid vélar sem þau nota til að taka myndir af rúmunum sem þau sofa í (því þau enda sjaldnast í sama rúminu nótt eftir nótt, skemmtileg leið til að muna eftir þeim).
Tónlistin í myndinni var frábær, lög sem ég hafði aldrei heyrt áður en pössuðu algjörlega við atriðin sem þau áttu við. Var ég búin að minnast á að mér fannst hún líka ótrúlega fyndin?
Þó svo að ég hafi heyrt frá sessunaut mínum að ég hafi verið önnur af tveimur manneskjum sem hló mest á henni, ætli ég hafi ekki bara verið í kómísku skapi, en mér fannst hún frábær!
Auk þess, þrátt fyrir örlítin klisjulegan enda, þá var hann mjög óviðbúinn. Miðað við allt sem þau höfðu lent í þá gat maður allt eins búist við því að myndin mundi enda illa, fyrir að minnsta kosti annað hvort þeirra. En ég ætla ekkert að kjafta frá endinum gjörsamlega.
Eitt sem mér fannst æðislegt, það var hversu random hún var stundum. Stundum gerðist eitthvað sem var svo súrrealískt, eins og atriðið þegar tónlistarmyndbandið er tekið upp í kommúnunni (segi ekkert frekar) og allir eitthvað, í búningum. Setti skemmtilegan svip á allt.
Fannst þessi mynd frábær, búin að eyða miklum tíma í að troða mér inn í RIFF samtöl annarra til að mæla með henni. Góð mynd.
Takk fyrir mig.
Önnur mynd sem ég missti af. Hljómar mjög skemmtilega. Greinilega eitthvað sem ég ætti að reyna að verða mér úti um.
ReplyDeleteSkemmtileg færsla.
Skil vel að þú skulir ekki hafa fílað For the Love of Movies, sjálfum fannst mér hún ekkert spes.
6 stig.
já, hún var frábær. hefði getað blaðrað endalaust um hana í þessu bloggi, en þá væri ég búin að segja frá öllu skemmtilega við hana.
ReplyDeleteég ætla einmitt að reyna að verða mér út um hana sjálf :P