Fyrir viku síðan horfðum við á The General. Ég vissi satt að segja nánast ekkert um myndina og kom hún mér skemmtilega á óvart. Gamlar myndir geta verið fyndnar! Og það sannaði The General. Að minnsta kosti tók ég nokkur hlátursköst og myndin gat í sífellu bætt einhverju við sem var fyndnara en það sem áður hafði gerst, þegar ég hélt að það væri ekki hægt að toppa það.
Heillandi fannst mér persóna Buster Keatons, sem og hann sjálfur fyrir að leika öll áhættuatriði sín sjálfur. Auk þess var þetta fyrir tíma tæknibrellna svo að hann hefur að öllum líkindum verið í einhverri hættu við að taka upp þessa mynd. Persónan sem hann leikur er nokkurs konar underdog sem nær samúð manns strax í byrjun þegar hann reynir að heilla konuna sem hann elskar með því að ganga í herinn - sem vill ómögulega taka við honum.
Síðan þegar hann fer á eftir sinni heittelskuðu lest þegar óvinaliðið rænir henni er það bara tilviljun að konan sem hann elskar er í henni líka.
- En auðvitað þarf hann ekki að segja henni frá því að hann hafi farið til þess að bjarga lestinni fyrst og fremst en ekki vitað af henni.
Til viðbótar fannst mér gaman að sjá förðunina á leikörunum. Hún er miklu leikrænni en í myndum nútímans, gerð til þess að flest svipbrigði sjáist.
Minnir hún mig helst á þann hátt sem við vorum förðuð í Meistaranum og Margarítu í Herranótt síðasta vor.
Public Enemies
Í síðustu viku skellti ég mér í bíó á Public Enemies. Upphaflega var ákveðið að fara á myndina vegna þess að í aðalhlutverki var Johnny Depp (og hvaða heilvita kona neitar því að horfa á hann á stóra skjánum?). Auk þess var líka bara Drag Me To Hell í boði og litla sálin mín treysti sér ekki á hana.
Þrátt fyrir að hafa lesið mjög mismunandi dóma um þessa mynd þá fannst mér hún góð skemmtun. Fannst myndatakan stundum vera þannig að mér leið eins og ég væri að horfa á raunveruleikamynd/þátt þar sem aðalpersónurnar eru eltar af manni með myndavél. Stundum var það gott, stundum var það slæmt.
Til dæmis var það mjög óþægilegt í einum skotbardaganum þar sem það var eins og sjónarhorn áhorfandans væri af gólfinu í herberginu sem John og félagi hans Red voru í. Það hafði nefnilega þau áhrif á mig að ég var skíthrædd við öll skotin og lætin og að sjá hlutina í herberginu tætast í sundur og glerbrot fljúga út um allt. Sökk ég því niður í sætið mitt á meðan mér leið eins og ég væri á staðnum.
Í þessu tilviki fannst mér þetta, raunveruleikaþátts-útlit, gott.
Daginn eftir að ég sá myndina fletti ég John Dillinger upp á wikipedia og las allt um hann sem ég fann. Las líka flest það sem ég gat fundið um félaga hans og konurnar í lífi hans.
Þegar ég dett í þann gír að vilja vita allt sem helst um myndina og það sem hún fjallar um þá veit ég að mér þótti að minnsta kosti nokkuð varið í hana.
Dett öðru hverju í þennan gír yfir Titanic.
(Ætla samt ekki að setja Public Enemies á sama borð og Titanic, en mér fannst hún samt góð!)
Svo er það bara Citizen Kane í dag! Vúhh
Í síðustu viku skellti ég mér í bíó á Public Enemies. Upphaflega var ákveðið að fara á myndina vegna þess að í aðalhlutverki var Johnny Depp (og hvaða heilvita kona neitar því að horfa á hann á stóra skjánum?). Auk þess var líka bara Drag Me To Hell í boði og litla sálin mín treysti sér ekki á hana.
Þrátt fyrir að hafa lesið mjög mismunandi dóma um þessa mynd þá fannst mér hún góð skemmtun. Fannst myndatakan stundum vera þannig að mér leið eins og ég væri að horfa á raunveruleikamynd/þátt þar sem aðalpersónurnar eru eltar af manni með myndavél. Stundum var það gott, stundum var það slæmt.
Til dæmis var það mjög óþægilegt í einum skotbardaganum þar sem það var eins og sjónarhorn áhorfandans væri af gólfinu í herberginu sem John og félagi hans Red voru í. Það hafði nefnilega þau áhrif á mig að ég var skíthrædd við öll skotin og lætin og að sjá hlutina í herberginu tætast í sundur og glerbrot fljúga út um allt. Sökk ég því niður í sætið mitt á meðan mér leið eins og ég væri á staðnum.
Í þessu tilviki fannst mér þetta, raunveruleikaþátts-útlit, gott.
Daginn eftir að ég sá myndina fletti ég John Dillinger upp á wikipedia og las allt um hann sem ég fann. Las líka flest það sem ég gat fundið um félaga hans og konurnar í lífi hans.
Þegar ég dett í þann gír að vilja vita allt sem helst um myndina og það sem hún fjallar um þá veit ég að mér þótti að minnsta kosti nokkuð varið í hana.
Dett öðru hverju í þennan gír yfir Titanic.
(Ætla samt ekki að setja Public Enemies á sama borð og Titanic, en mér fannst hún samt góð!)
Svo er það bara Citizen Kane í dag! Vúhh
Ágæt færsla.
ReplyDeleteFínar pælingar varðandi förðun í General og myndatöku í Public Enemies.
5 stig.