Litlir fuglar hvísluðu því að mér að þessi mynd væri góð, svo þegar æskuvinur minn ákvað að bjóða mér með sér á hana þá ákvað ég að skella mér. Mér til mikillar armæðu þurfti ég samt að borga á hana sjálf. Fáránlega dýrt að fara í bíó.
Ég vissi eiginlega ekkert um myndina, ég bjóst eiginlega ekki við því að hún væri actually um uppvakninga, heldur héti bara Zombieland og væri sjúklega fyndin mynd.
En svo byrjaði hún og viti menn hún var um uppvakninga.
Sögumanns/aðalpersónan var mér mjög að skapi. Hálf lúðalegur gaur sem virtist hafa ágætis ástæður fyrir því að ferðast einn.
Lýsingarnar á því hvernig skal lifa af árásir uppvakninganna eru mjög kómískar, sérstaklega þar sem sýnidæmi eru gefin á meðan.
Ég skammaðist mín ekkert af því að hlæja af því þegar hann skaut hvern uppvakninginn á fætur öðrum. Það var svo fyndið.
Fannst alveg aulalega gaman að sjá hvernig orð voru sett inn í myndina og litu út fyrir að vera svífandi, fannst það frekar vel gert að þegar einhver hljóp á þau þá færðust þau til.
Aulalega gaman. Ekkert svo merkilegt í sjálfu sér en setti vissulega mjög skemmtilegan svip á myndina.
Ég skemmti mér ótrúlega vel á myndinni, Woody Harrelson sem lék Tallahassee var æðislegur að mínu mati. Náði þessari týpu ótrúlega vel.
Ég varð reynar örlítið klökk þegar ég áttaði mig á því að hundurinn (sem hafði gert hann að kjánalega hardcore gæja) hafði verið líking fyrir son hans sem hafði týnst í uppvakningaárásunum.
Samt ekki þannig klökk að ég færi að gráta. Meira svona awwwwwwwww... Dæmi.
Svo gleymdist það fljótlega og ég fór að hlæja yfir einhverju.
Atriðið með Bill Murray var náttúrulega bara snilld. Samt ótrúlega fyrirsjáanlegt það sem gerðist þegar hann ætlaði að hræða lúðann okkar með því að fara inn í bíósalinn í Zombie búningnum.
Annars þá fannst mér eitt kjánalegt við handritið. Ég geri mér grein fyrir, enda kom það fram í myndinni, að systurnar vildu bara treysta á hvor aðra og það allt. En ég persónulega hefði haldið að það væri betra - og heilbrigðara - fyrir þau öll að reyna að halda hópinn.
Þessvegna fannst mér fáránlegt af þeim að vera alltaf að stinga af.
Ef ég væri ein af tveimur kvenmönnum sem eftir væru án þess að vera uppvakningar, þá mundi ég frekar vilja halda mig með fleira fólki en færra.
- En jújú þær vildu bara hafa hvor aðra, ætli ég verði ekki að virða það.
Annars fannst mér þessi mynd bara ótrúlega góð, samt ekki það góð að ég fengi svona "ég verð að horfa á hana strax aftur!" - held nefnilega að hún gæti verið svona mynd sem er góð við fyrsta áhorf og svo bara svona ehh..hehehe æ já þetta atriði..
En ég veit það væntanlega ekki fyrr en ég sé hana.
Tökurnar fannst mér oftast bara nokkuð góðar, mjög oft bjóst ég eiginlega alltaf við að sjá e-a uppvakninga stökkva inn á skjáinn. Fannst líka gaman að fylgjast með þeim keyra á vegum með fullt af drasli á, hefur eflaust verið gaman að leika sér að keyra yfir það allt.
-Semsagt.
Þessi mynd er snilld. Ég ætla samt að gefa henni smá tíma áður en ég horfi á hana aftur. Fullt af smáatriðum sem fengu mig til að hlæja ótrúlega. Eins og þegar Columbus (Jesse Eisenberg) er að lýsa hvernig þetta hófst og það kemur atriði með litlum stelpum í prinsessukjólum sem stökkva aftan á bílinn hjá konunni sem er að reyna að flýja, guð minn góður hvað ég hló.
Hló reyndar líka - ásamt því að vera sjúklega hrædd, þó ég hræðist þá sjaldan, - þegar trúðurinn kom.
Columbus: Fuck this clown.
*splatter*
Myndin inniheldur annars fullt af gullkornum, þarf að skemmta mér við það einhvern tímann að skoða quote-in því línurnar voru gjarnan stórgóðar í þessari mynd.
Ástæður uppvakninganna meika líka alveg sens. Þetta er semsagt sjúkdómur. Eitthvað sem kemur fyrir heilann. Það er gott. Svo oft nefnilega sem það týnist í svona myndum og þá er maður allan tímann að einblína á það "afhverju í andskotanum eru þau samt uppvakningar?!?!?" - sem mig minnir að ég hafi hugsað á I am Legend... en það er langt síðan ég sá hana svo ég er ekki alveg viss.
Allavega.
Mæli með henni,
takk fyrir mig.
Thursday, November 19, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Skemmtileg færsla. Ég á enn eftir að sjá þessa, en ætla klárlega að bæta úr því í jólafríinu. 8 stig.
ReplyDeleteVarðandi ástæðuna... Er það ekki bara til málamynda hvort eð er? Í mörgum svona uppvakningamyndum þá er þjóðfélagið í rúst, og aðalpersónurnar eru bara venjulegt fólk - í svoleiðis aðstæðum myndi fólk ekkert vita af hverju uppvakningarnir urðu til.