
Í gær horfðum við á Casablanca. Áður en við sáum þessa mynd þá var ég farin að hafa áhyggjur af því að ég væri eitthvað gamalla-kvikmynda-óhæf því ég hef lítið fundið mig við gláp á hinum myndunum sem voru svona "gamlar-klassískar."
Annað kom þó á daginn í þessari. Casablanca hélt mér við skjáinn allan tímann. Hvort það var ómótstæðileg fegurð Ingrid Bergman, gæðaleikur frá Humphrey Boghart eða ótrúlega fallega sviðsmyndin. Ég veit það ekki, ég veit bara að ég sat og glápti og allan tímann var þessi "vá" factor hangandi yfir mér.

En auðvitað vil ég ekki kjafta frá neinu, mér finnst söguþráðurinn í þessari mynd mjög góður, raunverulegur og hann höfðar til mín, sem áhugamanneskju um seinni heimstyrjöldina. Eitt sem ég elska við myndina, og er auðvitað óhjákvæmilegt miðað við að hún er tekin upp 1942, er að hún er svarthvít. Ef mér stæði það til boða að sjá hana í lit þá mundi ég ekki vilja það. Fyrir mér var það að horfa á þessa mynd eins og að horfa á listaverk, leikmyndin var öll rosalega falleg og þó að sumt hafi verið örlítið gervilegt þá fór það ekkert í taugarnar á mér, það var bara allt annað svo flott við hana.
Eitt sem mér fannst mjög gaman var að sjá atriðin sem voru á markaðnum, fékk alveg

Í heildina get ég sagt að ég hafi notið myndarinnar, fannst tökurnar fallegar, handritið meika sens og leikararnir standa sig vel.
Það er ekkert skrítið að þessi mynd sé talin ein af þeim bestu, fyrir mér er hún núna ein af þeim bestu og á ágætis möguleika á að vera inná Topp 10 lista hjá mér, ef ég geri hann einhvern tímann.
Takk fyrir mig!
Frábært að þú skulir fíla hana. Snilldarmynd. Og ansi góð færsla. 7 stig.
ReplyDeletep.s. þig vantar 7 stig upp á að ná 10 fyrir önnina.
ReplyDelete