Svona í tilefni af því að nú er síðasta vikan í skólanum þá ákvað Hildur spænskukennari að leyfa okkur að horfa á mynd. Hún ákvað að sýna okkur myndina Fridu, sem er um ævi listakonunnar Fridu Kahlo.
Ég hafði ætlað mér að blogga um Hancock - sem er fleh mynd - en þegar ég sá fram á að ég væri að fara að horfa á Fridu, þá sá ég mér gott til glóðarinnar.
Auk þess, hvað er málið með ofurhetju með typpanafni? Ég hugsa bara um Han Cock (samanber Han Solo) sem Han Penis.
En allavega. Frida! Salma Hayek leikur aðalhlutverkið og ætla ég að byrja á því að skrifa aðeins um leik hennar í myndinni. Eftir að hafa skoðað myndir af Fridu Kahlo þá fékk ég nánast hroll við það hversu lík Salma er henni.
Það hefði eflaust ekki verið hægt að finna hæfari manneskju í hlutverkið. Ég er einlægur aðdáandi Sölmu, svona oftast. Hún er án efa ein kynþokkafyllsta kona sem ég veit um. En í þessari mynd er þó ekku um að ræða einhvern Megan Fox-leik af hennar hálfu, þar sem hún er að selja kynþokka sinn.
Nei, þvert á móti. Salma leikur stórvel, alveg ótrúlega vel Fridu Kahlo og nær að mínu mati algjörlega að tjá þjáningu hennar, en Frida upplifði nánast stanslausan sársauka alla sína ævi, eftir hræðilegt slys sem hún lendir í sem unglingur. Mér fannst líka æðislegt hvernig þau láta Sölmu líta út fyrir að vera ungling í byrjun og miðaldra konu í endann.
Eina sem fer í taugarnar á mér er þessi helvítis augnabrún, en Frida Kahlo var með unibrow, svo það er reyndar ekkert við því að gera - Salma varð að hafa hana líka.
Og helvítis tussan púllar það nokkuð vel. Ekki gæti ég það.
Kom mér á óvart hversu vel Salma syngur, en hún tekur atriði í myndinni þar sem hún syngur og dansar, ætli það sé ekki þessum suðurameríkubúum bara í blóð borið að kunna tango.
Ætla að gera ráð fyrir því og öfunda þau.
Salma stendur sig allavega stórvel í þessari mynd og ekki er það verra að hún er sjúklega heit eins og alltaf.
Alfred Molina leikur Diego Rivera, sem var mun ljótari í raunveruleikanum. Hann er feitt listamanns sjarmatröll sem nær að heilla næstum allar konur upp úr skónum. Samband hans og Fridu var stormasamt en undir lokin virtust þau hafa gleymt öllum erfiðunum og voru þau saman þangað til hún lést.
Annars er leikurinn í þessari mynd eiginlega óaðfinnandi, að mínu mati, mér leið nánast aldrei eins og ég væri að horfa á leikna mynd, eiginlega bara eins og ég væri að horfa á hina raunverulegu Fridu Kahlo og samtímamenn á skjánum.
En það er bara ég.
Sagan er sorgleg, hlægileg, ótrúleg og innblásandi allt í senn. Myndin sjálf er skreytt með myndum sem Frida málaði sjálf en þær eru oftast byggðar á líðan hennar. Ótrúlega gaman að sjá hvernig hún fékk innblástur fyrir þær og hvernig þær tvinnast inn í líf hennar.
Auk þess var Frida tvíkynhneigð og það er ekki hægt að neita því að það er ekkert verið að fara framhjá því þegar fólk stundar kynlíf í myndinni. Sem að mínu mati er bara gott.
Hús Fridu stendur ennþá í Mexícó. Skærblátt. Samkvæmt Hildi spænskukennara er húsið í myndinni mjög nákvæm eftirlíking og gefur víst góða mynd af húsinu hennar Fridu. Þótti það gaman.
Þeir gallar sem ég tók eftir við myndina voru aðallega að það var örlítið erfitt að átta sig á því hvernig tíminn leið í henni. Maður tók aðallega eftir því á hárinu á Fridu, hún klippir það stutt en svo allt í einu er það orðið sítt og þá hugsar maður: "Ó bíddu, er liðinn svona langur tími"
Auk þess sem ég hefði viljað sjá myndina með spænsku tali. Það er ekki töluð enska af almúga í Mexíkó. Það er bara beisík (þessvegna elska ég Head in the Clouds).
Að öðru leyti var þetta samt mjög góð mynd, verð samt að viðurkenna að ég þarf virkilega að hugsa um það hvort hún rati á topp10 listann minn, þarf að melta það aðeins. Veit ekki hvort ég muni horfa á hana aftur í bráð, þó góð sé.
Takk fyrir mig, njótið Sölmu Hayek að syngja á spænsku.
More tequila!
Thursday, December 3, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)